Rússar vongóðir um að fá „sölumann dauðans“ frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:35 Útlit er fyrir að skipt verði á Bout fyrir Griner. epa Rússar hafa viðurkennt í fyrsta sinn að viðræður séu í gangi milli þeirra og Bandaríkjamanna um fangaskipti sem myndu fela í sér að Bandaríkjamenn slepptu alræmda vopnasalanum Viktor Bout, sem gengur undir viðurnefninu „sölumaður dauðans“. Aðstoðarutanríkisráðherrann Sergei Ryabkov sagði í gær að líkurnar á fangaskiptum hefðu aukist. Endanleg útfærsla lægi ekki fyrir en Bout væri óneitanlega á meðal þeirra sem rætt væri um og að Rússar vonuðust sannarlega eftir „jákvæðri niðurstöðu“. Ryabkov sagði Bout hafa verið ofsóttan í Bandaríkjunum og sendi honum hugheilar kveðjur. Bout, sem var flugmaður í her Sovétríkjanna, var framseldur frá Taílandi til Bandaríkjanna árið 2010. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um samsæri sem miðaði að því að myrða Bandaríkjamenn og bandaríska embættismenn, fyrir vopnasölu og aðstoð við hryðjuverkasamtök. Vitað er að Bandaríkjamenn freista þess meðal annars að fá til baka körfuknattleikskonuna Brittney Griner, sem var dæmd til fangelsisvistar fyrir að vera með lítið magn kannabisolíu í fórum sínum. Hún dvelur nú í fanganýlendu í þorpinu Yavas í Mordóvíu, um 500 kílómetra suðaustur af Moskvu. Þá hefur verið rætt um að Paul Whelan, fyrrverandi hermaður sem dæmdur var fyrir njósnir, sé einnig undir í fangaskiptunum. Hann dvelur nú í vinnubúðum einhvers staðar í Rússlandi en hefur ávallt sagst saklaus. Rússland Bandaríkin Mál Brittney Griner Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Aðstoðarutanríkisráðherrann Sergei Ryabkov sagði í gær að líkurnar á fangaskiptum hefðu aukist. Endanleg útfærsla lægi ekki fyrir en Bout væri óneitanlega á meðal þeirra sem rætt væri um og að Rússar vonuðust sannarlega eftir „jákvæðri niðurstöðu“. Ryabkov sagði Bout hafa verið ofsóttan í Bandaríkjunum og sendi honum hugheilar kveðjur. Bout, sem var flugmaður í her Sovétríkjanna, var framseldur frá Taílandi til Bandaríkjanna árið 2010. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um samsæri sem miðaði að því að myrða Bandaríkjamenn og bandaríska embættismenn, fyrir vopnasölu og aðstoð við hryðjuverkasamtök. Vitað er að Bandaríkjamenn freista þess meðal annars að fá til baka körfuknattleikskonuna Brittney Griner, sem var dæmd til fangelsisvistar fyrir að vera með lítið magn kannabisolíu í fórum sínum. Hún dvelur nú í fanganýlendu í þorpinu Yavas í Mordóvíu, um 500 kílómetra suðaustur af Moskvu. Þá hefur verið rætt um að Paul Whelan, fyrrverandi hermaður sem dæmdur var fyrir njósnir, sé einnig undir í fangaskiptunum. Hann dvelur nú í vinnubúðum einhvers staðar í Rússlandi en hefur ávallt sagst saklaus.
Rússland Bandaríkin Mál Brittney Griner Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira