Knattspyrnumaður sleginn með krepptum hnefa í höfuðið af mótherja Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um líkamsárás á knattspyrnuvelli. Þar hafði leikmaður á varamannabekk verið sleginn með krepptum hnefa í höfuðið af mótherja, þegar fyrrnefndi var við það að fagna marki liðsfélaga síns. 9.11.2022 06:18
Segir ofdrykkju ungra kvenna ástæðu lágrar fæðingartíðni Ummæli leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti í Póllandi hafa vakið hörð viðbrögð en hann sagði um helgina að lága fæðingatíðni í landinu mætti rekja til ofdrykkju ungra kvenna. 8.11.2022 09:45
Veitingahússgestir flúðu þegar maður stakk stórum hníf í borð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðbænum í gærkvöldi þegar maður tók upp stóran hníf á veitingastað og stakk honum í borð sem hann sat við. Sá sem tilkynnti sagði atvikið hafa skotið viðskiptavinum skelk í bringu og yfirgáfu einhverjir staðinn. 8.11.2022 07:33
Ekkert hangikjöt til Bandaríkjanna í ár? Flutningsfyrirtækið DHL tilkynnti forsvarsmönnum nammi.is á dögunum að ekkert yrði af flutningi hangikjöts til Bandaríkjanna fyrir þessi jól, vegna hertra reglna um innflutning á kjöti. 8.11.2022 06:52
Meintur banamaður í Ólafsfjarðarmálinu laus úr gæsluvarðhaldi Maður sem grunaður er um að hafa orðið manni að bana á Ólafsfirði í hefur verið látinn laus en gæsluvarðhald yfir honum rann út klukkan 18 í gærkvöldi. 8.11.2022 06:26
Sofnaði værum blundi og setti öryggiskerfið í gang þegar hann vaknaði Svo virðist sem starfsmenn fyrirtækis í Reykjavík hafi læst viðskiptavin inni þegar þeir lokuðu í gær en viðskiptavinurinn setti öryggiskerfi fyrirtækisins í gang þegar hann vaknaði eftir að hafa sofið værum blundi á staðnum. 7.11.2022 07:02
Hefur ýmislegt að athuga við uppáskrift stórra morfínskammta til fíknisjúklinga Landlæknir hefur ýmislegt við þá aðferðafræði að athuga sem Árni Tómas Ragnarsson læknir lýsti í aðsendri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þar greindi hann frá því að hann og fleiri læknar hefðu skrifað upp á stóra skammta af morfíni fyrir langt leidda fíknisjúklinga. 7.11.2022 06:41
Veittu manni og hundi á rafmagnshlaupahjóli eftirför Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór stutta en óvenjulega eftirför í gærkvöldi, eftir að tilkynnt var um kannabislykt í Hlíðahverfi. Þegar lögreglu bar að flúði meintur gerandi af vettvangi, á rafmagnshlaupahjóli með hund á palli hjólsins. 7.11.2022 06:20
Þjóðgarðsverðir fá leyfi til að skjóta á úlfa með málningarkúlum Þjóðgarðsverðir í Arnheim í Hollandi hafa fengið heimild til að skjóta á úlfa með málningarkúlum (e. paint ball) í þeim tilgangi að gera dýrin fráhverf mannfólkinu. Úlfar í Hoge Veluwe-þjóðgarðinum eru sagðir orðnir hættulega óhræddir við fólk, þannig að mönnum gæti stafað ógn af þeim. 4.11.2022 11:24
„Sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta“ Afsögn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, fyrrverandi forseta Ferðafélags Íslands, kom ekki til vegna aðgerðaleysis stjórnar í eineltis- og kynferðisofbeldismálum, „heldur var hún sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta og eineltistilburða hennar.“ 4.11.2022 10:04