„Það er alltaf nóg til af dópi,“ segir fíkniefnasali „Það er alltaf nóg til af dópi,“ segir íslenskur kókaínsali í samtali við Morgunblaðið, spurður um áhrif þess að lögregla hafi gert 100 kíló af kókaíni upptæk. 19.8.2022 06:38
Segja hákarlanetin ekki virka og fjölda annara dýra flækjast í þeim Paula Masselos, bæjarstjóri Waverley nærri Sydney, vill hætta notkun hákarlaneta við hina vinsælu Bondi strönd, þar sem hún segir netin ekki virka og vera skaðleg öðrum sjávarlífverum. 18.8.2022 12:27
Hádegisfréttir Bylgjunnar Leikskólamál, fíkniefnainnflutningur og tekjur Íslendinga verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 18.8.2022 11:57
Lyfjaverslanirnar dæmdar fyrir sinn þátt í ópíóðafaraldrinum Alríkisdómstóll hefur úrskurðað að þrjár stærstu lyfjaverslanakeðjur Bandaríkjanna þurfi að greiða 650 milljónir dala í sekt fyrir sinn þátt í ópíóðafaraldrinum í tveimur sýslum í Ohio. Umræddar keðjur eru Wallgreens Boots, CVS og lyfjaverslanir Walmart. 18.8.2022 07:51
Vörur frá Good Good komnar í 3.500 verslanir Walmart Vörur frá íslenska matvælafyrirtækinu Good Good fást nú í 3.500 verslunum Walmart í Bandaríkjunum. Velta fyrirtækisins nam tæpum milljarði í fyrra og Garðar Stefánsson, einn stofnenda Good Good, segir að það velta ársins í ár stefni í tvöfalda þá upphæð. 18.8.2022 07:16
Ummæli Abbas um „50 helfarir“ Ísrael falla í stórgrýttan jarðveg Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur vakið hörð viðbrögð og mikla reiði með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær. 17.8.2022 12:22
Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að tísta Salma al-Shehab, 34 ára doktorsnemi við Leeds háskóla í Englandi og móðir tveggja ungra barna, hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi í Sádi Arabíu fyrir að eiga Twitter aðgang og fylgja og birta tíst frá mótmælendum og aðgerðasinnum. 17.8.2022 07:26
Vilja stofna bakvarðasveit fyrir leikskólana Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu á morgun leggja fram fimm tillögur vegna stöðu leikskólamála í Reykjavík. 17.8.2022 07:15
Hádegisfréttir Bylgjunnar Óleyst morðmál, vikurflutningar, varðskipasala og tryggingar verða meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag. 16.8.2022 11:36
Skipaði sjálfan sig margfaldan ráðherra á bak við tjöldin Í ljós hefur komið að Scott Morrison, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, útnefndi sjálfan sig ráðherra í fimm ráðuneytum til viðbótar á meðan hann var enn forsætisráðherra, án þess að upplýsa nokkurn mann. 16.8.2022 07:16