Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.
Good Good framleiðir meðal annars sultur og sýróp en vörnar eru sykurlausar. Um það bil 60 prósent af tekjum fyrirtækisins eru til komnar vegna sölu í Bandaríkjunum en vörur Good Good eru einnig fáanlegar í Evrópu.
„Við vorum fyrstir á markað með sultu sem er náttúruleg, er með 60% ber eða aðra ávexti og svo notum við sætuefni til þess að auka sætuna. Á markaðnum eru mest sykurlausar sultur sem eru bara bragðefni og gervisæta. Þannig að við komum þarna inn með nýja vöru í þessum flokki þar sem hefur ekki verið nýsköpun í fleiri fleiri ár,“ segir Garðar um innreið Good Good á Bandaríkjamarkað.
Garðar segir stefnuna setta hátt og vonir standi til að veltan verði tugur eða tugir milljarða á næstu árum.