Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31.12.2021 23:34
Betty White er látin „Jafnvel þótt Betty væri að verða 100 ára hélt ég að hún myndi lifa að eilífu,“ segir Jeff Witjas, umboðsmaður og náin vinur leikkonunnar Betty White, sem lést fyrr í dag. 31.12.2021 20:48
Tígur í bráðri útrýmingarhættu skotinn í dýragarði í Flórída Átta ára malasískur tígur var skotinn í Naples dýragarðinum í Flórída í gær eftir að hafa bitið í handlegg eins starfsmanna garðsins. Lögregla reyndi að fá tígurinn til að sleppa manninum en neyddist til að skjóta hann þegar það gekk ekki. 30.12.2021 08:39
Að vera eða ekki vera... fullbólusettur Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu. 30.12.2021 07:37
Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30.12.2021 06:53
Flugeldaónæði og rúðubrot Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar í gærkvöldi og nótt um ónæði af völdum ungmenna að skjóta upp flugeldum. Þá var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi en ekkert að sjá þegar lögreglu bar að. 30.12.2021 06:08
Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29.12.2021 08:19
Bleyta „heilu bækurnar“ í spice til að koma þeim inn Fangelsismálayfirvöld hafa gert pappír sem fangar fá sendan upptækan og látið efnagreina hann. Ástæðan er sú að borið hefur á því að fíkniefnið spice sé leyst upp í vökva og pappír bleyttur í vökvanum. 29.12.2021 06:43
Innbrot og eignaspjöll Nokkuð var um innbrot og eignaspjöll á höfuðborgarsvæðinu í gær og þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 27.12.2021 06:33
Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. 25.12.2021 08:01