Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2021 08:19 Sérfræðingar draga í efa að styttri einangrunatími muni gera það að verkum að fleiri fara að reglum um einangrun. Þá benda þeir á að fjöldi virði grímuskylduna að vettugi. epa/Justin Lane Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur ákveðið að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. New York Times hefur rætt við fjölda sérfræðinga, sem óttast að nýju fyrirmælin séu byggð á ótraustum forsendum og að þau muni verða til þess að fjöldi einstaklinga fari út í samfélagið á meðan þeir eru ennþá smitandi. „Fyrir mér þá virðist þetta hreinskilningslega sagt meira snúast um efnahagslegar forsendur en vísindi,“ segir Yonatan Grand, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum við Harvard. Hann og fleiri sögðu að svo virtist sem markmiðið væri öðrum þræði að tryggja mönnun framlínustarfa. Vísindamenn gagnrýna meðal annars þá ákvörðun CDC að krefjast ekki hraðprófs áður en fólk lætur af einangrun. Segja þeir hraðprófin einn besta mælikvarðann á það hvort fólk sé enn smitandi en ástæða þess að ekki sé gerð krafa um neikvætt hraðpróf sé líklega takmarkað aðgengi að prófunum víða í Bandaríkjunum. Varhugavert að nota gögn um delta fyrir ómíkron CDC hefur beðið fólk um að bera grímu í fimm daga eftir að það lætur af einangrun en þetta segja vísindamenn óraunhæfa lausn til að sporna við útbreiðslu. Ómíkron afbrigðið, sem er nú að verða allsráðandi, sé mun meira smitandi en delta og áhrifaríkustu grímurnar, N95, séu jafn ófáanlegar og hraðprófin. Sérfræðingarnir gagnrýna raunar að verið sé að taka ákvörðun um styttri einangrunartíma sem byggir á gögnum sem safnað var á meðan delta fór um samfélagið. „Ég myndi gjalda varhug við því að færa gögn um delta yfir á ómíkron,“ segir Stephen Goldstein, veirufræðingur við University of Utah. „Ég held að þetta muni gera illt verra og jafnvel hraða þróun faraldursins,“ segir hann. Einkenni ómíkron birtist fyrr NY Times hefur eftir ónæmisfræðingum að ábendingar séu uppi um að einstaklingar með ómíkron séu að sýna einkenni fyrr en þeir sem hefðu greinst með delta. Þetta hefði verulega þýðingu, þar sem fólk yrði fyrr vart við að það væri veikt og færi fyrr í skimun. Þannig hæfist einangrun fyrr í veikindunum en áður og endaði þá sömuleiðis fyrr. Læknar sem miðillinn ræddi við sögðu skilaboð yfirvalda ruglingsleg; þannig væri óljóst hvað átt væri við að fólk gæti látið af einangrun þegar einkennum væri að létta. Í mörgum tilvikum væru einkennin mjög mismikil bara á einum degi; þér gæti liðið illa eina stundina og betur aðra en versnað svo aftur. „Leiðbeiningarnar eru miklu ruglingslegri heldur en þær geta og ættu að vera,“ segir Megan Ranney, sérfræðingur í bráðalækningum við Brown University. „Þetta ætti fyrst og fremst að eiga við fólk sem er einkennalaust. Ef þú ert með einkenni þá áttu ekki að vera á meðal fólks.“ Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur ákveðið að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. New York Times hefur rætt við fjölda sérfræðinga, sem óttast að nýju fyrirmælin séu byggð á ótraustum forsendum og að þau muni verða til þess að fjöldi einstaklinga fari út í samfélagið á meðan þeir eru ennþá smitandi. „Fyrir mér þá virðist þetta hreinskilningslega sagt meira snúast um efnahagslegar forsendur en vísindi,“ segir Yonatan Grand, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum við Harvard. Hann og fleiri sögðu að svo virtist sem markmiðið væri öðrum þræði að tryggja mönnun framlínustarfa. Vísindamenn gagnrýna meðal annars þá ákvörðun CDC að krefjast ekki hraðprófs áður en fólk lætur af einangrun. Segja þeir hraðprófin einn besta mælikvarðann á það hvort fólk sé enn smitandi en ástæða þess að ekki sé gerð krafa um neikvætt hraðpróf sé líklega takmarkað aðgengi að prófunum víða í Bandaríkjunum. Varhugavert að nota gögn um delta fyrir ómíkron CDC hefur beðið fólk um að bera grímu í fimm daga eftir að það lætur af einangrun en þetta segja vísindamenn óraunhæfa lausn til að sporna við útbreiðslu. Ómíkron afbrigðið, sem er nú að verða allsráðandi, sé mun meira smitandi en delta og áhrifaríkustu grímurnar, N95, séu jafn ófáanlegar og hraðprófin. Sérfræðingarnir gagnrýna raunar að verið sé að taka ákvörðun um styttri einangrunartíma sem byggir á gögnum sem safnað var á meðan delta fór um samfélagið. „Ég myndi gjalda varhug við því að færa gögn um delta yfir á ómíkron,“ segir Stephen Goldstein, veirufræðingur við University of Utah. „Ég held að þetta muni gera illt verra og jafnvel hraða þróun faraldursins,“ segir hann. Einkenni ómíkron birtist fyrr NY Times hefur eftir ónæmisfræðingum að ábendingar séu uppi um að einstaklingar með ómíkron séu að sýna einkenni fyrr en þeir sem hefðu greinst með delta. Þetta hefði verulega þýðingu, þar sem fólk yrði fyrr vart við að það væri veikt og færi fyrr í skimun. Þannig hæfist einangrun fyrr í veikindunum en áður og endaði þá sömuleiðis fyrr. Læknar sem miðillinn ræddi við sögðu skilaboð yfirvalda ruglingsleg; þannig væri óljóst hvað átt væri við að fólk gæti látið af einangrun þegar einkennum væri að létta. Í mörgum tilvikum væru einkennin mjög mismikil bara á einum degi; þér gæti liðið illa eina stundina og betur aðra en versnað svo aftur. „Leiðbeiningarnar eru miklu ruglingslegri heldur en þær geta og ættu að vera,“ segir Megan Ranney, sérfræðingur í bráðalækningum við Brown University. „Þetta ætti fyrst og fremst að eiga við fólk sem er einkennalaust. Ef þú ert með einkenni þá áttu ekki að vera á meðal fólks.“ Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira