Klemmdist milli tveggja bifreiða Eftir annasama nótt var heldur rólegra á dagvaktinni í dag, segir í tilkynningu frá lögreglu. Dagurinn hófst klukkan 5 í morgun en þá var lögregla köllu til þar sem gestir voru í annarlegu ástandi á gistiheimili í miðborginni. 6.11.2021 19:17
Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6.11.2021 19:07
Þrír alvarlega særðir eftir stunguárás um borð í hraðlest Þrír eru alvarlega særðir eftir hnífaárás sem átti sér stað um borð í hraðlest í Þýskalandi. Lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 27 ára sýrlenskan mann. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til. 6.11.2021 18:11
Greiða ekki fyrir aðgerð heima sem þeir samþykktu að greiða fyrir á Spáni Sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir aðgerð konu vegna endómetríósu sem hún mun gangast undir hér heima, þrátt fyrir að hafa samþykkt að greiða fyrir aðgerðina erlendis. Konan, sem er á fertugsaldri, hefur upplifað mikinn sársauka frá því að hún byrjaði á blæðingum en var ekki greind fyrr en legið var fjarlægt 20 árum seinna. 6.11.2021 17:50
Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5.11.2021 12:55
Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5.11.2021 09:15
Segja ómannúðlegt að vera tekinn af lífi samdægurs Tveir fangar á dauðadeild hafa sótt mál gegn japönskum stjórnvöldum vegna framkvæmdar á dauðarefsingunni. Málið snýst þó ekki um aftökuna sjálfa, þar sem menn eru hengdir, heldur að boðað sé til hennar samdægurs. 5.11.2021 07:57
Þjóðskjalasafn segir þörf á átaki í varðveislu rafrænna gagna hjá Þjóðkirkjunni Um 70 prósent prestakalla skrá ekki niður erindi sem þeim berast og þá er átaks þörf í vörslu rafrænna gagna hjá prestaköllum en ekkert prestakall hefur tilkynnt notkun á rafrænu gagnasafni. 5.11.2021 07:35
MAST varar enn við tínslu og neyslu kræklings í Hvalfirði Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði, þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í síðustu mælingum. Leiddu þær í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist það 1150 µg/kg. 5.11.2021 07:06
Stunginn í kjölfar slagsmála Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál í miðborginni í gærkvöldi eða nótt. Þegar lögregla kom á vettvang voru allir farnir en nokkru seinna var tilkynnt um einstakling sem hafði verið stunginn. 5.11.2021 06:31