Hörð fimm bíla aftanákeyrsla Lögreglu barst í gær tilkynning um umferðarslys í póstnúmerinu 108 en um var að ræða harðan árekstur fimm bifreiða, það er að segja fimm bíla aftanákeyrslu. Ökumaðurinn sem var fremstur í röðinni er grunaður um akstur undir áhrifum. 2.11.2021 06:20
Viðar fylgir Sólveigu og segir upp í dag Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggst segja upp störfum í dag. Fylgir hann þar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem formaður stéttarfélagsins. 1.11.2021 09:19
„Allir orðnir þreyttir að fá pinna í nefið“ „Það eru allir orðnir þreyttir á Covid, líka við hjá SHS. Hérna eru allir starfsmenn prófaðir a.m.k. einu sinni í viku og allir orðnir þreyttir að fá pinna í nefið,“ segir í Facebook-færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 1.11.2021 08:56
Mega nú vera í stuttbuxum en þær verða að vera þröngar Alþjóðlega handknattleikssambandið hefur breytt reglum sínum um klæðnað kvenkyns keppenda í strandhandbolta, sem áður voru neyddar til þess að spila í bikíníbuxum og topp. Nú mega konur klæðast stuttbuxum og hlýrabol. 1.11.2021 07:54
Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. 1.11.2021 07:29
Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. 1.11.2021 06:51
Áreitti og var með hótanir í verslun og á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 17 í gær þar sem maður í annarlegu ástandi var að áreita starfsfólk og gesti á veitingastað í miðborginni. 1.11.2021 06:13
Ráðning Andra framlengd og Stefán Hrafn snúinn aftur Tímabundin ráðning Andra Ólafssonar í starf upplýsingafulltrúa hjá Landspítalanum hefur verið framlengd til 1. febrúar. Stefán Hrafn Hagalín, sem er deildarstjóri samskiptadeildar, hefur snúið aftur til starfa. 29.10.2021 11:14
Skýr tengsl milli afstöðu karla til kvenna og kynferðisofbeldis gegn konum Í rannsókn sem náði til 554 karlkyns háskólanema játuðu 63 að hafa nauðgað eða beitt aðra kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi gegn vilja þeirra. Einstaklingarnir 63 játuðu alls 251 atvik og þá leiddi rannsóknin í ljós skýr tengsl á milli ofbeldisins og afstöðu karlanna til kvenna. 29.10.2021 08:39
Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29.10.2021 07:30