Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29.10.2021 06:52
83 hvali rekið á land í 34 atburðum Það sem af er ári hefur 83 hvali rekið á land í 34 atburðum. Þar af eru 59 grindhvalir og sjö búrhvalir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun. 29.10.2021 06:20
Grunur um að herinn hafi hylmt yfir morð breskra hermanna Hershöfðinginn Mark Carleton-Smith segist blöskra ásakanir þess efnis að breskir hermann kunni að hafa átt þátt í morðinu á konu í Kenía árið 2012. Segist hann munu vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. 28.10.2021 10:37
Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28.10.2021 08:02
9,5 prósent einstaklinga 16 til 24 ára hvorki í námi né vinnu Um 9,5% einstaklinga á aldrinum 16 til 24 ára eru hvorki í námi né vinnu. Þetta er sama hlutfall og stóð utan menntakerfisins og vinnumarkaðarins árin 2014 og 2015 en fækkun varð í hópnum árin 2016 til 2018. 28.10.2021 06:52
Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28.10.2021 06:20
Hross mikið slasað eftir að ekið var á það á Kjalarnesi Ekið var á hross á Kjalarnesi í gærkvöldi. Lifði það áreksturinn en var mikið slasað. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur ítrekað verið stöðvaður þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum. 28.10.2021 05:49
Fyrst koma innviðirnir, svo uppbyggingin „Undanfarin ár hafa verið algjör metár í uppbygginu í borginni og það sem við erum að leggja upp með er að það haldi áfram. Og raunar ætlum við að bæta í heldur en hitt.“ Þetta sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Bítínu á Bylgjunni í morgun, þar sem rætt var um húsnæðismál í höfuðborginni. 27.10.2021 11:13
Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27.10.2021 08:20
Um milljón umsagna á Tripadvisor í fyrra ekkert nema uppspuni Um milljón umsagna sem sendar voru inn á Tripadvisor í fyrra voru uppspuni. Þetta jafngildir 3,6 prósentum allra umsagna en samkvæmt talsmönnum fyrirtækisins náðist að stöðva birtingu 67,1 prósent hinna ósönnu umsagna áður en þær birtust. 27.10.2021 07:06