Bjart yfir fram eftir degi Veðurstofa íslands spáir vestlægri átt í dag, 5 til 13 m/s og léttir til. Vaxandi suðvestanátt á norðanverðu landinu síðdegis 13 til 20 m/s í kvöld og dálítilli vætu vestanlands í nótt. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig. 14.10.2021 07:44
Árásarmaðurinn sagður 37 ára danskur ríkisborgari Fimm eru látnir og tveir særðir eftir árás bogamanns í bænum Kongsberg í Noregi í gær. Lögregla hefur handtekið 37 ára Dana sem er grunaður um hroðaverkið. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki en mögulega sé um hryðjuverk að ræða. 14.10.2021 06:23
50 greindust með Covid-19 innanlands 50 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 448 eru í einangrun og 1.632 í sóttkví. 13.10.2021 12:13
Forsetafrúin spyr: #erukonurtil? Eliza Reid forsetafrú spyr að því á Facebook í dag hvort konur séu ekki til en tilefnið er myndatexti sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Textinn fylgir mynd af Elizu heilsa Friðriki krónprinsi Danmerkur en forsetafrúarinnar er hvergi getið. 13.10.2021 11:47
Bandaríkin opna landleiðina og flugleiðina fyrir bólusetta Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamærin að Kanada og Mexíkó í nóvember fyrir fullbólusetta einstaklinga. Þau höfðu áður tilkynnt að landið yrði opnað ferðalöngum flugleiðina einhvern tímann í næsta mánuði. 13.10.2021 11:22
Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13.10.2021 09:53
Dómsmálaráðuneytið telur mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun áfengislaga Smásala áfengis er einungis heimil Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Félags atvinnurekenda um lögmæti netsölu á áfengi. 13.10.2021 08:47
Segir ekkert því til fyrirstöðu að gift lesbía verði drottning Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir það ekki koma í veg fyrir að erfingi krúnunnar verði drottning eða konungur að viðkomandi hafi gengið í hjónaband með einstaklingi af sama kyni. 13.10.2021 08:03
Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands. 13.10.2021 07:13
Tveir öflugir skjálftar á Reykjaneshryggnum Tveir nokkuð öflugir skjálftar yfir 3 að stærð urðu á Reykjaneshryggnum undan Reykjanesskaga í gærkvöldi. 13.10.2021 06:51