Bandaríkin opna landleiðina og flugleiðina fyrir bólusetta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2021 11:22 Á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Getty/Matthew Hatcher Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamærin að Kanada og Mexíkó í nóvember fyrir fullbólusetta einstaklinga. Þau höfðu áður tilkynnt að landið yrði opnað ferðalöngum flugleiðina einhvern tímann í næsta mánuði. Breytingin hefur það í för með sér að þeir sem hafa getað ferðast óhindrað yfir landamærin, svo sem vöruflutningabifreiðastjórar og nemar, þurfa að framvísa bólusetningarvottorði frá janúar. Sá munur verður á ferðalögum landleiðina og flugleiðina inn í landið að á landamærunum að Kanada og Mexíkó verður aðeins gerð krafa um bólusetningarvottorð en á flugvöllum verður fólk skikkað til að framvísa bæði bólusetningarvottorði og neikvæðu PCR prófi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) lítur svo á einstaklingar séu fullbólusettir ef tvær vikur eru liðnar síðan þeir fengu seinni skammtinn af bóluefnunum frá Pfizer og Moderna eða einn skammt af bóluefninu frá Johnson & Johnson. Þá munu þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefni sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lagt blessun sína yfir, til dæmis Astra Zeneca, einnig teljast fullbólusettir samkvæmt New York Times. Enn sem komið er liggur ekki ljóst fyrir hvernig yfirvöld hyggjast taka á þeim sem hafa verið bólusettir með tveimur bóluefnum, það er að segja fengið efni frá einum framleiðanda í fyrra skiptið en öðrum í seinna. Miðillinn CBC greindi frá því 25. september síðastliðinn að sóttvarnastofnunin teldi þá ekki fullbólusetta sem hefðu verið bólusettir með sitthvoru efninu. Þó væru gerðar undantekningar þegar einstaklingar hefðu neyðst til að þiggja sitthvort bóluefnið ef bæði væru svokölluð mRNA bóluefni, það er að segja frá Pfizer eða Moderna. Það uppfyllti hins vegar ekki skilyrði að hafa þegið einn skammt af AstraZeneca og einn af mRNA bóluefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Kanada Mexíkó Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Breytingin hefur það í för með sér að þeir sem hafa getað ferðast óhindrað yfir landamærin, svo sem vöruflutningabifreiðastjórar og nemar, þurfa að framvísa bólusetningarvottorði frá janúar. Sá munur verður á ferðalögum landleiðina og flugleiðina inn í landið að á landamærunum að Kanada og Mexíkó verður aðeins gerð krafa um bólusetningarvottorð en á flugvöllum verður fólk skikkað til að framvísa bæði bólusetningarvottorði og neikvæðu PCR prófi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) lítur svo á einstaklingar séu fullbólusettir ef tvær vikur eru liðnar síðan þeir fengu seinni skammtinn af bóluefnunum frá Pfizer og Moderna eða einn skammt af bóluefninu frá Johnson & Johnson. Þá munu þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefni sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lagt blessun sína yfir, til dæmis Astra Zeneca, einnig teljast fullbólusettir samkvæmt New York Times. Enn sem komið er liggur ekki ljóst fyrir hvernig yfirvöld hyggjast taka á þeim sem hafa verið bólusettir með tveimur bóluefnum, það er að segja fengið efni frá einum framleiðanda í fyrra skiptið en öðrum í seinna. Miðillinn CBC greindi frá því 25. september síðastliðinn að sóttvarnastofnunin teldi þá ekki fullbólusetta sem hefðu verið bólusettir með sitthvoru efninu. Þó væru gerðar undantekningar þegar einstaklingar hefðu neyðst til að þiggja sitthvort bóluefnið ef bæði væru svokölluð mRNA bóluefni, það er að segja frá Pfizer eða Moderna. Það uppfyllti hins vegar ekki skilyrði að hafa þegið einn skammt af AstraZeneca og einn af mRNA bóluefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Kanada Mexíkó Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira