Bandaríkin opna landleiðina og flugleiðina fyrir bólusetta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2021 11:22 Á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Getty/Matthew Hatcher Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamærin að Kanada og Mexíkó í nóvember fyrir fullbólusetta einstaklinga. Þau höfðu áður tilkynnt að landið yrði opnað ferðalöngum flugleiðina einhvern tímann í næsta mánuði. Breytingin hefur það í för með sér að þeir sem hafa getað ferðast óhindrað yfir landamærin, svo sem vöruflutningabifreiðastjórar og nemar, þurfa að framvísa bólusetningarvottorði frá janúar. Sá munur verður á ferðalögum landleiðina og flugleiðina inn í landið að á landamærunum að Kanada og Mexíkó verður aðeins gerð krafa um bólusetningarvottorð en á flugvöllum verður fólk skikkað til að framvísa bæði bólusetningarvottorði og neikvæðu PCR prófi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) lítur svo á einstaklingar séu fullbólusettir ef tvær vikur eru liðnar síðan þeir fengu seinni skammtinn af bóluefnunum frá Pfizer og Moderna eða einn skammt af bóluefninu frá Johnson & Johnson. Þá munu þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefni sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lagt blessun sína yfir, til dæmis Astra Zeneca, einnig teljast fullbólusettir samkvæmt New York Times. Enn sem komið er liggur ekki ljóst fyrir hvernig yfirvöld hyggjast taka á þeim sem hafa verið bólusettir með tveimur bóluefnum, það er að segja fengið efni frá einum framleiðanda í fyrra skiptið en öðrum í seinna. Miðillinn CBC greindi frá því 25. september síðastliðinn að sóttvarnastofnunin teldi þá ekki fullbólusetta sem hefðu verið bólusettir með sitthvoru efninu. Þó væru gerðar undantekningar þegar einstaklingar hefðu neyðst til að þiggja sitthvort bóluefnið ef bæði væru svokölluð mRNA bóluefni, það er að segja frá Pfizer eða Moderna. Það uppfyllti hins vegar ekki skilyrði að hafa þegið einn skammt af AstraZeneca og einn af mRNA bóluefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Kanada Mexíkó Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Breytingin hefur það í för með sér að þeir sem hafa getað ferðast óhindrað yfir landamærin, svo sem vöruflutningabifreiðastjórar og nemar, þurfa að framvísa bólusetningarvottorði frá janúar. Sá munur verður á ferðalögum landleiðina og flugleiðina inn í landið að á landamærunum að Kanada og Mexíkó verður aðeins gerð krafa um bólusetningarvottorð en á flugvöllum verður fólk skikkað til að framvísa bæði bólusetningarvottorði og neikvæðu PCR prófi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) lítur svo á einstaklingar séu fullbólusettir ef tvær vikur eru liðnar síðan þeir fengu seinni skammtinn af bóluefnunum frá Pfizer og Moderna eða einn skammt af bóluefninu frá Johnson & Johnson. Þá munu þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefni sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lagt blessun sína yfir, til dæmis Astra Zeneca, einnig teljast fullbólusettir samkvæmt New York Times. Enn sem komið er liggur ekki ljóst fyrir hvernig yfirvöld hyggjast taka á þeim sem hafa verið bólusettir með tveimur bóluefnum, það er að segja fengið efni frá einum framleiðanda í fyrra skiptið en öðrum í seinna. Miðillinn CBC greindi frá því 25. september síðastliðinn að sóttvarnastofnunin teldi þá ekki fullbólusetta sem hefðu verið bólusettir með sitthvoru efninu. Þó væru gerðar undantekningar þegar einstaklingar hefðu neyðst til að þiggja sitthvort bóluefnið ef bæði væru svokölluð mRNA bóluefni, það er að segja frá Pfizer eða Moderna. Það uppfyllti hins vegar ekki skilyrði að hafa þegið einn skammt af AstraZeneca og einn af mRNA bóluefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Kanada Mexíkó Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira