Bandaríkin opna landleiðina og flugleiðina fyrir bólusetta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2021 11:22 Á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Getty/Matthew Hatcher Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamærin að Kanada og Mexíkó í nóvember fyrir fullbólusetta einstaklinga. Þau höfðu áður tilkynnt að landið yrði opnað ferðalöngum flugleiðina einhvern tímann í næsta mánuði. Breytingin hefur það í för með sér að þeir sem hafa getað ferðast óhindrað yfir landamærin, svo sem vöruflutningabifreiðastjórar og nemar, þurfa að framvísa bólusetningarvottorði frá janúar. Sá munur verður á ferðalögum landleiðina og flugleiðina inn í landið að á landamærunum að Kanada og Mexíkó verður aðeins gerð krafa um bólusetningarvottorð en á flugvöllum verður fólk skikkað til að framvísa bæði bólusetningarvottorði og neikvæðu PCR prófi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) lítur svo á einstaklingar séu fullbólusettir ef tvær vikur eru liðnar síðan þeir fengu seinni skammtinn af bóluefnunum frá Pfizer og Moderna eða einn skammt af bóluefninu frá Johnson & Johnson. Þá munu þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefni sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lagt blessun sína yfir, til dæmis Astra Zeneca, einnig teljast fullbólusettir samkvæmt New York Times. Enn sem komið er liggur ekki ljóst fyrir hvernig yfirvöld hyggjast taka á þeim sem hafa verið bólusettir með tveimur bóluefnum, það er að segja fengið efni frá einum framleiðanda í fyrra skiptið en öðrum í seinna. Miðillinn CBC greindi frá því 25. september síðastliðinn að sóttvarnastofnunin teldi þá ekki fullbólusetta sem hefðu verið bólusettir með sitthvoru efninu. Þó væru gerðar undantekningar þegar einstaklingar hefðu neyðst til að þiggja sitthvort bóluefnið ef bæði væru svokölluð mRNA bóluefni, það er að segja frá Pfizer eða Moderna. Það uppfyllti hins vegar ekki skilyrði að hafa þegið einn skammt af AstraZeneca og einn af mRNA bóluefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Kanada Mexíkó Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Breytingin hefur það í för með sér að þeir sem hafa getað ferðast óhindrað yfir landamærin, svo sem vöruflutningabifreiðastjórar og nemar, þurfa að framvísa bólusetningarvottorði frá janúar. Sá munur verður á ferðalögum landleiðina og flugleiðina inn í landið að á landamærunum að Kanada og Mexíkó verður aðeins gerð krafa um bólusetningarvottorð en á flugvöllum verður fólk skikkað til að framvísa bæði bólusetningarvottorði og neikvæðu PCR prófi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) lítur svo á einstaklingar séu fullbólusettir ef tvær vikur eru liðnar síðan þeir fengu seinni skammtinn af bóluefnunum frá Pfizer og Moderna eða einn skammt af bóluefninu frá Johnson & Johnson. Þá munu þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefni sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lagt blessun sína yfir, til dæmis Astra Zeneca, einnig teljast fullbólusettir samkvæmt New York Times. Enn sem komið er liggur ekki ljóst fyrir hvernig yfirvöld hyggjast taka á þeim sem hafa verið bólusettir með tveimur bóluefnum, það er að segja fengið efni frá einum framleiðanda í fyrra skiptið en öðrum í seinna. Miðillinn CBC greindi frá því 25. september síðastliðinn að sóttvarnastofnunin teldi þá ekki fullbólusetta sem hefðu verið bólusettir með sitthvoru efninu. Þó væru gerðar undantekningar þegar einstaklingar hefðu neyðst til að þiggja sitthvort bóluefnið ef bæði væru svokölluð mRNA bóluefni, það er að segja frá Pfizer eða Moderna. Það uppfyllti hins vegar ekki skilyrði að hafa þegið einn skammt af AstraZeneca og einn af mRNA bóluefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Kanada Mexíkó Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira