Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum.

Enn eitt dæmið um almannatengla sem misskilja hlutverk sitt

„Það virðist vera að yfir­menn spítalans hafa meiri og betri skilning á hlut­verki sínu og stöðu gagn­vart fjöl­miðlum og mikil­vægi þeirra varðandi veitingu upp­lýsinga heldur en sam­skipta­stjóri spítalans sjálfur,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tölvupóst sem samskiptastjóri Landspítala sendi á yfirmenn í gær.

Fasteignamat hótels í Borgarnesi lækkað til muna

Þjóðskrá hefur lækkað fasteignamat B59 hótels í Borgarnesi og tengdra bygginga úr 876 milljónum króna í 587 milljónir króna. Um er að ræða þriðjungslækkun en eigandi hótelsins kærði fyrra matið eftir að Þjóðskrá neitaði að lækka það. 

Reyndi að stela kjöti fyrir 85 þúsund krónur

Lögregla var kölluð á vettvang í gær þegar maður varð uppvís að því að stela kjöti að verðmæti um það bil 85 þúsund króna úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu

Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2.

„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“

Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu.

Ýmis kerfi komin að þolmörkum

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 

Gates harmar samskiptin við Epstein

Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, harmar að hafa átt samskipti við fjársýslumanninum Jeffrey Epstein. Sagðist hann einungis hafa gert það í von um að Epstein notaði tengsl sín til að afla fjármuna til mannúðarmála.

Sjá meira