Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. 9.4.2021 06:50
Grímulaus og í annarlegu ástandi Lögregla var kölluð til rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna manns í annarlegu ástandi í verslun í miðborginni. Var tekið fram að maðurinn væri grímulaus og lögregla beðin um að vísa honum út þegar á staðinn var komið. 9.4.2021 06:10
Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. 8.4.2021 11:50
Sterk tengsl milli sóttkvíarbrota ferðalanga og smita innanlands Fimmtíu og einn greindist og hátt á þriðja þúsund manns fóru í sóttkví í tengslum við þrjár hópsýkingar sem urðu hér á landi nýlega. Allar komu þær til vegna einstaklinga sem komu til landsins og héldu ekki sóttkví. 8.4.2021 11:30
Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8.4.2021 11:18
„Við getum ekki verið að skilyrða mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks“ Transfólk sækir sundlaugar sjaldnar en það vildi og raunar íþróttaiðkun almennt, segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. Hún segir það upplifa að það sé óvelkomið. Um sé að ræða lýðheilsuvandamál. 8.4.2021 10:01
Hefur hafnað samstarfssamningum að andvirði 17 milljónum dala Ljóðskáldið Amanda Gorman segist hafa hafnað samstarfssamningnum fyrir um 17 milljónir Bandaríkjadala, þar sem umrædd fyrirtæki hafi ekki „talað til hennar“. 8.4.2021 08:23
Bannað að auglýsa nikótínvörur og selja til yngri en 18 ára Heilbrigðisráðherra lagði í gær fram frumvarp sem felur í sér að lög um rafrettur og áfyllingar munu einnig ná til nikótínvara, meðal annars svokallaðra nikótínpúða. 8.4.2021 07:20
Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8.4.2021 06:20
Innkaupakerra með verkfærum, hross á brokki og grjótharðir snjóboltar Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Var nokkuð um tilkynningar sem leiddu ekki til aðgerða en lögregla sinnti einnig nokkrum öllu alvarlegri útköllum. 8.4.2021 06:02