Belgar varaðir við því að borða jólatrén Matvælastofnun Belgíu hefur varað fólk við því að leggja sér jólatré til munns, eftir að borgaryfirvöld í borginni Ghent lagði til við fólk að prófa. 8.1.2025 08:16
Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Ákvörðun stjórnenda Meta um að hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram hefur vakið hörð viðbrögð. Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, segir um að ræða forgangsröðun í þágu tjáningarfrelsisins. 8.1.2025 07:33
Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sprengjan sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við afhafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í gær reyndist tundurdufl en ekki djúpsjávarsprengja, eins og fyrst var talið. 8.1.2025 06:34
Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær nokkuð vongóður um að vopnahléssamkomulag myndi nást á milli Ísraelsmanna og Hamas, ef ekki á næstu tveimur vikum þá fljótlega eftir það. 7.1.2025 06:54
Eldur í bifreið og útihúsgögnum Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til þegar kviknaði í bifreið og útfrá útikerti. Engin slys urðu á fólki. 7.1.2025 06:19
Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Það var mikið um dýrðir þegar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í gær en meðal sigurvegara kvöldsins voru Demi Moore, Zoe Saldana, Adrien Brody og Kieran Culkin. 6.1.2025 08:13
Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Hvergi í Evrópu þurfa ökumenn að bíða lengur í umferðinni en í Lundúnum, þar sem meðalbiðtíminn var 101 klukkustund í fyrra samkvæmt greiningarfyrirtækinu Inrix. 6.1.2025 07:26
Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Réttarhöld hefjast í dag yfir Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, en hann er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í ólögleg kosningaframlög frá ríkisstjórn Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtoga Líbíu, árið 2007. 6.1.2025 07:03
Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu í gær eftir að hafa verið „hent út af bar sökum ölvunar“. Sagði maðurinn farir sínar ekki sléttar en honum hefði verið meinað um að leysa út vinning í spilakassa áður en honum var vísað út. 6.1.2025 06:31
Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Sumum atburðum er erfitt, og jafnvel ómögulegt, að lýsa með orðum. Þess vegna eru ljósmyndir nauðsynlegur þáttur í fréttaflutningi vef- og prentmiðla. Ein mynd, römmuð inn af reyndu auga og tekin á hárréttu augnabliki, getur vakið tilfinningar sem erfitt væri að koma til skila til lesandans með öðrum hætti. 15.12.2024 11:00