„Mikill ábyrgðarhluti“ ef Alþingi gætir þess ekki að stöðugleikareglan sé virt Fjármála- og efnahagsráðherra brýnir Alþingi fyrir mikilvægi þess fara eftir hinni nýju stöðugleikareglu, sem setur ófjármögnuðum raunvexti útgjalda skorður, núna þegar fjárlagafrumvarpið er til meðferðar fjárlaganefndar. Það væri „mikill ábyrgðarhluti“ ef reglan yrði virt að vettugi og gæti haft efnahagslegar afleiðingar. 15.10.2025 11:42
Launakostnaður lækkað um nærri milljarð að raunvirði frá sameiningu við FME Eftir að sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins gekk í gegnum í ársbyrjun 2020 er búið að hagræða nokkuð í rekstri stofnunarinnar, að sögn seðlabankastjóra, en launakostnaður hefur frá þeim tíma lækkað um tæplega einn milljarð að raunvirði. 14.10.2025 14:35
Mæla með „yfirvigt“ í bréfum Alvotech og segja áhættuna hafa minnkað mikið Stöðug framför í rannsóknum, markaðssetningu og samstarf við alþjóðleg söluaðila hefur minnkað mjög áhættu í rekstrinum og aukið trú á viðskiptalíkani Alvotech, að mati greinenda Morgan Stanley. Fjárfestingabankinn hefur uppfært mat sitt og mælir með því að fjárfestar bæti við sig bréfum í félaginu. 14.10.2025 13:18
Settu upp vinnuhóp til að skoða einföldun við framkvæmd fjármálaeftirlits Einföldun og meiri skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits er nú ofarlega á baugi, meðal annars í tengslum við umræðu um að efla samkeppnishæfni Evrópu, en innan Seðlabanka Íslands starfar nú vinnuhópur sem á að koma með tillögur til aðgerða í þeim efnum, að sögn varaseðlabankastjóra. 14.10.2025 10:32
Stöðutaka með krónunni minnkaði um nærri fimmtung í sumar Hrein framvirk gjaldeyrisstaða fyrirtækja og fjárfesta var með minnsta móti yfir sumarmánuðina, þegar hún skrapp talsvert saman, og hefur átt sinn þátt í að styðja við sterkt gengi krónunnar að undanförnu. 12.10.2025 14:31
Seðlabankinn á að vera framsýnn og láta aðra sjá um „endurvinnsluna“ Peningastefnunefnd Seðlabankans opnaði fyrir það í vikunni að vextir gætu verið lækkaðir í nóvember, að mati hagfræðings, sem brýnir bankann að vera meira framsýnn og láta „aðra sjá um endurvinnsluna.“ Gangi spár eftir verður október þriðji mánuðurinn í röð þar sem hækkun vísitölu neysluverðs er hverfandi og undirstrikar að árstakturinn er „fortíðarverðbólga.“ 11.10.2025 12:15
Mesta fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum frá því í febrúar Erlendir fjárfestar voru nokkuð umfangsmiklir í kaupum á ríkisskuldabréfum í liðnum mánuði þegar þeir bættu við sig fyrir meira en sex milljarða. Innstreymi erlends fjármagns í íslensk ríkisverðbréf hefur hins vegar dregist mjög saman á árinu. 10.10.2025 16:12
Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9.10.2025 15:51
Hlutfall krafna í vanskilum töluvert lægra en fyrir heimsfaraldur Það sem af er árinu hafa vanskil bæði einstaklinga og fyrirtækja lækkað talsvert og hafa núna aldrei mælst lægri, samkvæmt gögnum frá Motus, en eftir miklar sveiflur síðustu misseri virðist vera komið á jafnvægi sem er nokkuð lægra en fyrir heimsfaraldur. 8.10.2025 16:51
Blæs byrlega fyrir Nova og meta félagið um þriðjungi hærra en markaðurinn Greinendur hafa hækkað lítillega verðmat sitt á Nova, meðal annars vegna útlits fyrir betri afkomu í ár, og telja að fjarskiptafélagið sé verulega undirverðlagt á markaði. 8.10.2025 15:56
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur