Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“ 14.4.2025 17:27
Sveinn snýr aftur til starfa hjá Arctica Finance sem greinandi Sveinn Þórarinsson, sem hefur verið sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu undanfarin ár, er að snúa aftur til Arctica Finance þar sem hann mun taka til starfa sem greinandi fyrir markaðsviðskipti verðbréfafyrirtækisins. 14.4.2025 12:01
Hagnaður Arctica hækkaði í nærri 400 milljónir eftir kröftugan tekjuvöxt í fyrra Þóknanatekjur Arctica Finance jukust um nærri fjórðung á liðnu ári, sem einkenndist af sveiflukenndu árferði á verðbréfamörkuðum, og hafa þær aldrei verið meiri. Kröftugur tekjuvöxtur verðbréfafyrirtækisins, sem hefur meðal annars verið ráðgjafi við fjármögnun og skráningu Oculis í Kauphöllina, skilaði sér í tæplega 400 milljóna hagnaði. 12.4.2025 13:43
Stoðir minnkuðu stöðu sína í Arion og Kviku fyrir meira en þrjá milljarða Stoðir, langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku, minnkaði nokkuð eignarhlut sinn í bönkunum undir lok síðasta mánaðar þegar fjárfestingafélagið stóð að sölu á bréfum fyrir yfir þrjá milljarða að markaðsvirði. Félagið er eftir sem áður með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bönkunum, en salan átti sér stað skömmu áður en hlutabréfamarkaðir féllu verulega í verði samtímis því að Bandaríkjaforseti efndi til tollastríðs við flestar þjóðir heimsins. 11.4.2025 20:31
Góður tími fyrir gjaldeyriskaup bankans og ætti að bæta jafnvægið á markaði Ákvörðun Seðlabankans að hefja reglukaup kaup á gjaldeyri kemur á góðum tímapunkti, að mati gjaldeyrismiðlara, núna þegar lífeyrissjóðir hafa dregið sig til hlés samtímis talsverðu innflæði á markaðinn sem hefur ýtt undir gengisstyrkingu krónunnar. Áætluð kaup bankans, gerð í því skyni að styrkja gjaldeyrisforðann sem hefur farið lækkandi, ættu ekki að hafa mikil áhrif á gengið en krónan gaf lítillega eftir við opnun markaða í morgun. 11.4.2025 12:43
Þegar búið að verðleggja inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í núverandi verð félaga Sé litið til fyrri stórra niðursveiflna á hlutabréfamörkuðum, eins og við upphaf heimsfaraldursins og þegar netbólan sprakk um aldamótin, þá hefur sagan sýnt að kaup í markaði við núverandi aðstæður geta reynst hagfelld til lengri tíma litið, segir framkvæmdastjóri Acro Verðbréfa. Hann telur ljóst að búið sé að verðleggja nú þegar inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í hlutabréfaverð félaga í Kauphöllinni vegna óvissu og umróts á alþjóðamörkuðum og sér þess ekki endilega merki að almenningur sé að losa um stöður umfram stærri fjárfesta. 10.4.2025 15:47
„Vekur sérstaka athygli“ að opinber útgjöld verði áfram hærri en fyrir faraldur Fjármálaráð beinir því til stjórnvalda að greina af hverju umfang útgjalda hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu hefur haldist jafn hátt og raun ber vitni eftir heimsfaraldur, þróun sem er á skjön við aðrar þjóðir, og segir jafnframt „óákjósanlegt“ að hið opinbera sé búið að vera leiðandi í launaþróun á vinnumarkaði frá árinu 2020. Þótt ráðið segist fagna því að tekin er upp útgjaldaregla þá þurfi að tryggja að hún verði bæði nægjanlega ströng og bindandi, auk þess sem varast skuli að árlegur tveggja prósenta raunútgjaldavöxtur verði sérstakt markmið – heldur aðeins hámark. 10.4.2025 11:57
Erlendir fjárfestar ekki selt meira í íslenskum ríkisverðbréfum um árabil Eftir nokkuð stöðugt innflæði fjármagns í ríkisverðbréf að undanförnu, sem hefur átt sinn þátt í að styrkja gengi krónunnar, þá breyttist það í mars þegar erlendir fjárfestar minnkuðu stöðu sína um meira en fjóra milljarða. Vaxtamunur Íslands við útlönd, bæði til skemmri og lengri tíma, hefur heldur farið minnkandi síðustu mánuði. 9.4.2025 18:23
Minni efnahagsumsvif vegna tollastríðs gæti opnað á „hraustlega“ vaxtalækkun Ísland er ekki eyland og vaxandi ótti fjárfesta við samdrátt í heimshagkerfinu, sem birtist meðal annars í mikilli lækkun olíuverðs, mun skila sér í minni efnahagsumsvifum hér á landi og gæti gefið peningastefnunefnd Seðlabankans færi á því að losa talsvert um raunvaxtaaðhaldið, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Það ætti að kalla um leið á „hraustlega“ vaxtalækkun í næsta mánuði, mögulega um 100 punkta, en verðbólguálag til skamms tíma hefur lækkað skarpt að undanförnu. 9.4.2025 14:53
Furðar sig á miklum umsvifum hins opinbera á fasteignamarkaði Þegar litið er til þess að ný ríkisstjórn hefur sett fram afar tímabær sjónarmið um eðlilega hagræðingu í hinu opinbera kerfi þá sé ástæða til að spyrja hvað það er sem kallar á mikil umsvif ríkisins á fasteignamarkaði, að mati stjórnarformanns Kaldalóns, en fasteignasafn þess víðsvegar um landið telur vel yfir fimm hundruð þúsund fermetra. Miðað núverandi hlutdeild Kaldalóns á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis, sem Samkeppniseftirlitið hefur skilgreint sem fákeppnismarkað, telur hann vera raunhæft markmið að fasteignafélagið geti stækkað á komandi árum. 8.4.2025 14:16