Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjórnin stækkuð og Orri verður stjórnar­for­maður First Wa­ter

Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans um árabil, hefur tekið við sem formaður stjórnar First Water en félagið stendur að stórfelldri uppbyggingu á landeldisstöð við Þorlákshöfn og kláraði fyrr á árinu nærri sex milljarða fjármögnun frá núverandi hluthöfum. Á nýlegum hluthafafundi First Water var ákveðið að stækka stjórnina með innkomu fjögurra nýrra stjórnarmanna en jafnframt hefur forstjóri Stoða, stærsti hluthafi landeldisfyrirtækisins, farið úr stjórninni.

Hluta­fjár­virði Sam­kaupa lækkaði um nærri helming á fá­einum mánuðum

Í fyrirhuguðum kaupum Orkunnar, dótturfélags SKEL, á meirihluta hlutafjár í Samkaupum er virði matvörukeðjunnar metið á tæplega fimmtíu prósent lægra gengi heldur en þegar ráðist var í hlutafjárhækkun fyrir nokkrum mánuðum síðan. Á meðal skilyrða fyrir viðskiptunum er að það takist að fá skuldbindandi áskriftarloforð frá fjárfestum til að leggja Samkaupum til að lágmarki tvo milljarða í nýtt hlutafé til að treysta fjárhagsstöðuna en rekstur félagsins hefur verið afar erfiður að undanförnu.

Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum er­lendra sjóða í Ís­lands­banka

Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum.

Var meiri á­hætta að stöðva lækkunar­ferlið og sjá að­haldið aukast yfir sumarið

Ólíkt því sem var fyrir ári síðan þá taldi peningastefnunefndin núna meiri áhættu fylgja því að halda vöxtunum óbreyttum yfir þriggja mánaða tímabil, að sögn seðlabankastjóra, sem hefði getað aukið aðhaldsstigið enn frekar þegar verðbólgan færi að síga niður í sumar. Hann leggur áherslu á að tollastríð Bandaríkjanna gagnvart öllum sínum helstu viðskiptaþjóðum, sem hefur aðeins verið slegið á frest, muni „ekki hafa neitt jákvætt í för með sér fyrir Ísland“ heldur valda minni hagvexti og þá muni ferðaþjónustan líklega verða fyrir höggi vegna veikari Bandaríkjadals.

Hluti al­mennings og fyrir­tækja á erfiðara með að standa í skilum en áður

Þótt almenn vanskil hafi fremur farið lækkandi að undanförnu þá eru merki um að hluti einstaklinga og fyrirtækja eigi um erfiðara um vik að standa í skilum, samkvæmt hátíðnigögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus, á sama tíma og vextir Seðlabankans fara lækkandi. Vanskil heimila eru samt enn nokkuð minni en þau voru almennt að mælast fyrir heimsfaraldurinn.

Vextirnir lækkaðir en telja ekki vera að­stæður til að slaka á aðhalds­stiginu

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað meginvexti um 25 punkta en tekur fram að óvissa um verðbólguhorfur sé áfram mikil og ný spá gerir núna ráð fyrir að hún muni haldast nálægt fjögur prósent út þetta ár. Ekki hafa því aðstæður skapast þannig að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar.

Kvika að fara í fyrstu skulda­bréfaút­gáfuna í evrum upp á þrjá­tíu milljarða

Kvika hefur fengið til liðs við sig nokkra erlenda fjárfestingabanka til að undirbúa fyrstu ótryggðu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum, samtals að jafnvirði um þrjátíu milljarðar íslenskra króna, og byrjaði að eiga fundi með skuldabréfafjárfestum í morgun. Stjórnendur Kviku hafa áður sagt að bankinn gæti sparað sér talsverða fjármuni í bættum vaxtakjörum með slíkri skuldabréfaútgáfu ef markaðsaðstæður reynast réttar.

Bankinn gæti talið meiri á­hættu að lækka vexti „of hægt en of hratt“

Þótt síðasta verðbólgumæling hafi verið „svekkjandi“ þá telja langflestir markaðsaðilar að peningastefnunefnd Seðlabankans muni horfa framhjá henni og lækka vextina aftur um 25 punkta, samkvæmt könnun Innherja, og benda sumir á að meirihluti nefndarmanna hljóti núna að líta til þess að meiri áhætta kunni að fylgja því að „lækka vexti of hægt en of hratt.“ Þá furða margir sig á því að viðvarandi sögulega hátt aðhaldsstig bankans sé ekki gagnrýnt í meira mæli og segja „ótrúlegt“ hversu lítið umtal sé um áhrifin af vaxandi óvissu og spennu í alþjóðlegu efnahagslífi.

Controlant sér fram á að skila arð­semi í árs­lok eftir stórar hag­ræðingarað­gerðir

Tæknifyrirtækið Controlant, sem hefur þurft að ráðast í miklar hagræðingaraðgerðir síðustu misseri vegna rekstrarerfiðleika, telur að kjarnatekjur félagsins muni aukast um tugi prósenta á þessu ári og markmiðið er sett á að reksturinn verði farinn að skila hagnaði undir árslok 2025. Tveir stærstu hluthafar Controlant eru núna lífeyrissjóðir, samanlagt með yfir fimmtungshlut, en þeir voru varðir gagnvart þynningu á eignarhlut sínum þegar félagið kláraði um fimm milljarða króna fjármögnun seint á liðnu ári.

Metþát­taka al­mennings í út­boði Ís­lands­banka lyftir upp öllum markaðinum

Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til.

Sjá meira