Gengisstyrking seinkar markmiði Controlant um arðsemi fram á næsta ár Þrátt fyrir nokkurn vöxt í kjarnatekjum og rekstrarbata á fyrri árshelmingi þá er útlit fyrir að heildartekjur Controlant á árinu 2025 verði við neðri mörk útgefinnar afkomuspár, að sögn stjórnenda, og markmið um EBITDA-hagnað náist ekki fyrr en á næsta ári. Það skýrist alfarið af ytri þáttum, einkum gengisstyrkingu gagnvart Bandaríkjadal, en þær umfangsmiklu hagræðingaraðgerðir sem var gripið til í fyrra eru sagðar vera að skila félaginu í átt að sjálfbærum rekstri. 24.9.2025 14:30
Vara við áhrifum verðleiðréttingar á erlenda fjármögnun íslenskra félaga Alþjóðlegir eignamarkaðir eru hátt verðlagðir um þessar mundir og því gæti „snörp verðleiðrétting“ haft neikvæð áhrif á bæði aðgengi og kjör íslenskra fyrirtækja þegar kemur að erlendri fjármögnun, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að vera með sterka erlenda stöðu og öflugan gjaldeyrisforða nú þegar „umtalsverð“ óvissa er í alþjóðamálum. 24.9.2025 09:13
Brim kaupir allt hlutafé í Lýsi fyrir þrjátíu milljarða króna Búið er að samþykkja kauptilboð sjávarútvegsfyrirtækisins Brim í alla hluti Lýsi fyrir samtals þrjátíu milljarða króna sé miðað við heildarvirði félagsins. Forstjóri og aðaleigandi Brims sér mikil sóknarfæri í því fyrir fyrirtækið að færa sig lengra í virðiskeðju sjávarafurða. 23.9.2025 21:39
Heildarvirði Alvogen metið á tvo milljarða dala við sölu á félaginu til Lotus Alvogen Pharma í Bandaríkjunum, sem er að stórum hluta í eigu fjárfestingafélags Róberts Wessman, hefur verið selt til Lotus í Taívan en heildarvirði samheitalyfjafyrirtækisins í viðskiptunum getur numið um tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Þetta er önnur risasala Róberts á félögum í lyfjageiranum þar sem hann fer með ráðandi hlut á fáeinum mánuðum. 23.9.2025 21:03
Gengi Alvotech rauk upp þegar Deutsche Bank ráðlagði fjárfestum að kaupa Hlutabréfaverð Alvotech rauk mest upp um liðlega fimmtán prósent eftir að Deutsche Bank uppfærði mat sitt á félaginu með ráðleggingu til fjárfesta að kaupa en gengishækkunin litaðist meðal annars af því að skortsalar voru að reyna kaupa bréf til að loka stöðum sínum. Greinendur þýska bankans benda á að markaðurinn með líftæknilyfjahliðstæður sé að slíta barnsskónum og telja að Alvotech verði í hópi þeirra félaga sem muni njóta hvað mest ávinnings þegar hann fer að vaxa. 23.9.2025 16:48
Raungengi krónunnar lítillega yfirverðlagt að mati AGS og Seðlabankans Þótt raungengi krónunnar sé búið að rísa hratt að undanförnu, sem hefur þrengt nokkuð að samkeppnishæfni margra útflutningsfyrirtækja, þá er það aðeins nokkrum prósentum hærra en nemur nýlegi mati Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á jafnvægisraungenginu. Með hliðsjón af því er ekki endilega líklegt að mikil leiðrétting verði á genginu á næstunni. 23.9.2025 12:33
Næst stærsti hluthafinn heldur áfram að stækka stöðuna í Eik Brú lífeyrissjóður hefur haldið áfram á síðustu vikum að bæta við sig bréfum í Eik en frá áramótum hefur sjóðurinn stækkað eignarhlut sinn í fasteignafélaginu um liðlega fimmtung. 22.9.2025 15:51
Erlend staða íslenska þjóðarbúsins ein sú besta meðal ríkja í Evrópu Aðeins fáein Evrópuríki geta státað sig af því að vera með sterkari erlenda stöðu í samanburði við Ísland en hrein eignastaða þjóðarbúsins í hlutfalli við landsframleiðslu hefur núna haldist yfir 40 prósent frá ársbyrjun 2024. Áratugur er liðin síðan Ísland náði þeim áfanga að vera hreinn útflytjandi fjármagns og hefur það meðal annars átt ríkan þátt í meiri stöðugleika íslensku krónunnar. 22.9.2025 14:29
Mæla með markaðsleyfi í Evrópu fyrir tvær nýjar hliðstæður frá Alvotech Lyfjastofnun Evrópu hefur ákveðið að mæla með því að veita markaðsleyfi fyrir tvær fyrirhugaðar líftæknilyfjahliðstæður sem Alvotech hefur þróað og framleitt. 22.9.2025 10:59
Röng og „tilefnislaus aðdróttun“ að SKE hafi verið blekkt til sáttaviðræðna Það er „einfaldlega óumdeild staðreynd“ að markaður fyrir flutningstöp hefur aldrei áður verið skilgreindur hér á landi, að sögn Landsvirkjunar, og ekkert í innanhúsgögnum fyrirtækisins gaf „minnsta tilefni“ til að sjá fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi álíta kaup Landsnets sem sérstakan markað. Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta orkufyrirtækið vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum en í bréfi lögmanns þess segir að ályktanir eftirlitsins um að Landsvirkjun hafi af ásetningu brotið gegn banni við markaðsráðandi stöðu vera „einstaklega ámælisverðar.“ 21.9.2025 12:53