Hækka verðmatið um fjórðung og mæla núna með kaupum í Högum Virðismat á Haga hefur verið hækkað umtalsvert eftir sterkt uppgjör smásölurisans, meðal annars vegnar lækkunar á áhættuálagi og væntinga um betri afkomu, samkvæmt nýrri greiningu. 26.1.2026 16:40
Íbúðalán bankanna skruppu verulega saman og ekki verið minni um langt árabil Aukin samkeppni frá lífeyrissjóðunum á fasteignalánamarkaði og þrengri skilyrði fyrir verðtryggðum lánum átti meðal annars þátt í því að hrein ný íbúðalán viðskiptabankanna drógust saman um tugi prósenta í fyrra og hafa ekki verið minni að umfangi í meira en áratug. 26.1.2026 15:26
Hrund kemur ný inn í stjórn Dranga Á nýafstöðnum hluthafafundi Dranga, nýtt félag á smásölumarkaði og er eigandi að Orkunni, Samkaupum og Lyfjaval, var Hrund Rudolfsdóttir kjörin í stjórn en hún var áður forstjóri Veritas og er stjórnarmaður í nokkrum skráðum fyrirtækjum. 26.1.2026 12:39
Kaldbakur og KEA koma á fót nýjum framtakssjóði Norðlensku fjárfestingafélögin Kaldbakur og KEA hafa gert með sér samkomulag um stofnun nýs framtakssjóðs sem á að fjárfesta í innlendum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum. 26.1.2026 12:09
„Ekki mikill vilji“ meðal hluthafa að samruninn við Skaga klárist óbreyttur Nýkjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka telur „allt í lagi líkur“ á því á að boðaður samruni við Skaga muni klárast, en tekur hins vegar fram að hann telji að það sé „ekki mikill vilji“ fyrir því á meðal hluthafa að viðskiptin muni ganga í gegn óbreytt frá því sem um var samið á síðasta ári. 25.1.2026 16:46
Telur að trygg arðgreiðslufélög ættu að vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ Núna þegar aðstæður einkennast af kólnun í efnahagslífinu, aukinni óvissu í alþjóðamálum og útlit fyrir að vextir muni fara lækkandi þá ættu trygg arðgreiðslufélög að reynast „álitlegur fjárfestingarkostur“, að mati hlutabréfagreinanda. Að meðaltali eru félögin á íslenska markaðinum vanmetin um nærri fimmtung. 25.1.2026 13:16
Stærsti erlendi fjárfestirinn selur fyrir meira en milljarð í Íslandsbanka Í fyrsta sinn um langt skeið hefur bandarískur sjóðastýringarrisi, einn allra stærsti hluthafi Íslandsbanka, verið að minnka nokkuð við eignarhlut sinn í bankanum en samhliða hefur hlutabréfaverðið farið lækkandi. 25.1.2026 12:35
Markaðsvirði Amaroq rauk upp og rauf hundrað milljarða múrinn Markaðsvirði Amaroq rauf hundrað milljarða króna múrinn í gær þegar gengi bréfa Amaroq hækkaði skarpt, einkum eftir að markaðurinn opnaði í Kanada. 24.1.2026 13:29
Taívanskt félag kaupir FlyOver fyrir um tíu milljarða Taívanskt félag hefur gengið frá samkomulagi um að kaupa FlyOver Attractions, meðal annars reksturinn hér á Íslandi, fyrir samtals jafnvirði um tíu milljarða króna. 23.1.2026 12:03
„Engar teljandi tafir“ orðið í samrunaviðræðum Skaga og Íslandsbanka Þrátt fyrir vendingar innan stjórnar Íslandsbanka, sem er núna undir forystu fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar, þá segir forstjóri Skaga að „engar teljandi tafir“ hafi orðið í samrunaviðræðum félaganna að undanförnu og samrunatilkynning til að skila inn á borð Samkeppniseftirlitsins sé langt komin. Sumir hluthafar Íslandsbanka hafa gagnrýnt það sem þeim finnst vera óhagstæð verðlagning á bankanum í fyrirhuguðum viðskiptum og á nýafstöðnum hluthafafundi svaraði bankastjórinn því til að ný stjórn hefði „tæki og tól“ til að endurmeta samninginn. 23.1.2026 11:20