„Mikil umframeftirspurn“ þegar Alvotech seldi breytanleg bréf fyrir 14 milljarða Alvotech hefur gengið frá sölu á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð rúmlega 100 milljónir dala, sem kemur til nú þegar ljóst er að seinkun verður á sölu nýrra lyfja félagsins á Bandaríkjamarkað, til hóps um tuttugu alþjóðlegra fjárfesta en „mikil“ umframeftirspurn var sögð vera í útboðinu. Til að verjast markaðsáhættu selur dótturfélag Alvotech kaupendum bréfanna jafnframt almenn hlutabréf í líftæknilyfjafélaginu með tíu prósenta „afslætti“ miðað við dagslokagengið í gær. 17.12.2025 10:20
Sjóðir Stefnis stækka hratt stöðu sína í Skaga Hlutabréfaverð Skaga hefur fallið um liðlega fimmtán prósent frá því að hópur fjárfesta, leiddur af Heiðari Guðjónssyni, fór fram á það í byrjun síðustu viku að efnt yrði til stjórnarkjörs hjá Íslandsbanka en fjármálafyrirtækin tvö eiga í formlegum samrunaviðræðum. Hlutabréfasjóðir Stefnis hafa bætt talsvert við stöðu sína í Skaga í þessum mánuði og stærsti einkafjárfestirinn hefur síðustu daga einnig haldið áfram að kaupa í félaginu. 16.12.2025 11:32
Síminn að ganga frá kaupum á öllu hlutafé Opinna Kerfa Stjórnendur Símans halda áfram að leita tækifæra til frekari vaxtar samstæðunnar og eru núna langt komnir með að ganga frá kaupum á upplýsingatæknifyrirtækinu Opnum Kerfum sem er að meirihluta í eigu framtakssjóðs hjá VEX. 15.12.2025 11:36
Víxlastabbi ríkissjóðs hefur nærri helmingast á árinu Útistandandi ríkisvíxlar, stutt fjármögnun á háum vöxtum, hafa farið hratt lækkandi á árinu og útlit fyrir að fjárhæð þeirra verði tæplega helmingi minni í árslok borið saman við árið áður. 14.12.2025 13:21
Stjórnarlaun hjá stærri félögum og lífeyrissjóðum hækkað um helming frá 2022 Þegar litið er til miðgildis stjórnarlauna hjá skráðum félögum, ríkisfyrirtækjum og lífeyrissjóðum þá voru þau yfir sjö milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýrri greiningu Attentus og PwC, og höfðu hækkað umtalsvert frá árinu 2022. 13.12.2025 12:38
Lífeyrissjóðir fá nærri fimmtungshlut í Kaldalóni eftir sölu á stóru fasteignasafni Hópur allra helstu lífeyrissjóða landsins munu meðal annars eignast samanlagt nærri tuttugu prósenta hlut í Kaldalóni sem endurgjald vegna sölu á 25 þúsund fermetra eignasafni FÍ Fasteignafélags fyrir ríflega þrettán milljarða. Kaldalón áætlar að rekstrarhagnaður félagsins muni aukast um tæplega 900 milljónir á ársgrundvelli eftir viðskiptin. 13.12.2025 12:11
Gengi bréfa JBTM rýkur upp eftir fimmtungs hækkun á verðmati Væntingar eru um að afkoman hjá JBTM muni batna að jafnaði um tuttugu prósent ári fram til 2027 samhliða aukinni eftirspurn í matvælavinnslu, að sögn bandarísks greinenda, sem ráðleggur fjárfestum núna að kaupa í félaginu og hækkar verulega verðmatið. 10.12.2025 17:36
Framtakssjóður hjá VEX fjárfestir í Kóða og verður stærsti hluthafinn Framtakssjóður í rekstri VEX hefur gengið frá fjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtækinu Kóða, sem rekur meðal annars Kelduna, og verður eftir kaupin stærsti einstaki hluthafinn í félaginu. 10.12.2025 15:20
Lífeyrissjóðurinn Birta gerir kröfu um að annar skiptastjóra Play víki Lífeyrissjóðurinn Birta, sem var í senn stór hluthafi og skuldabréfaeigandi, hefur gert kröfu um að annar skiptastjóra þrotabús flugfélagsins Play víki vegna meints vanhæfis. 10.12.2025 09:38
Norrænn framtakssjóður kaupir hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail hefur verið yfirtekið af framtakssjóði í rekstri norræna fjárfestingafélagsins Axcel. Þetta er fyrsta fjárfesting Axcel hér á landi en seljendur eru bandarískt félag sem keypti LS Retail fyrir fáeinum árum. 9.12.2025 21:29