JBTM heldur áfram að koma fjárfestum ánægjulega á óvart og gengið rýkur upp Þrátt fyrir viðvarandi óvissu í alþjóðlegu efnahagslífi vegna hækkandi tolla þá skilaði JBT Marel enn og aftur uppgjöri umfram væntingar greinenda og fyrir vikið var afkomuspá félagsins hækkuð sömuleiðis. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengið er farið að nálgast hæstu gildi á árinu. 4.11.2025 17:12
Lækka verulega verðmat sitt á Alvotech og búast við töfum á öðrum hliðstæðum Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað. 4.11.2025 13:26
Nærri 100 milljarðar þurrkast út vegna óvissu um næstu hliðstæður Alvotech Sú óvissa sem hefur myndast vegna ákvörðunar FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir líftæknilyfjahliðstæðu sína við Simponi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en markaðsvirði félagsins féll um nærri þrjátíu prósent í dag og áhrifanna gætti á allan markaðinn. Sumir greinendur telja líklegt að þetta muni seinka innkomu hliðstæðunnar fram til seinni hluta næsta árs en forstjóri Alvotech segist áfram sannfærður um félagið verði fyrst á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Simponi. 3.11.2025 16:46
„Almenningur hefur verið sveltur þegar kemur að möguleikanum á að fjárfesta“ Fyrirtækið Spesía, sem segist ætla að hjálpa Íslendingum að stórauka sparnað í erlendum verðbréfum, lauk nýverið við 400 milljón króna sprotafjármögnun, meðal annars frá stofnanda Kerecis. Forstjóri Spesía fullyrðir að almenningur sé búinn að vera sveltur þegar kemur að möguleikanum á að fjárfesta og segir að félagið muni geta boðið lægri þóknanakostnað en hefur þekkst á markaðinum hingað til. 3.11.2025 10:05
„Blússandi gangur“ á öllum sviðum og verðmat á Högum hækkað um fimmtung Eftir að hafa skilað „feikna“ góðri afkomu á síðasta ársfjórðungi, einkum vegna reksturs Olís og SMS í Færeyjum, þá er búið að uppfæra verðmat á Högum til verulegrar hækkunar, samkvæmt nýrri greiningu. Stjórnendur Haga vilja auka vægi skulda í dönskum krónum sem gæti leitt til töluverðs sparnaðar í fjármögnun. 1.11.2025 12:35
Áforma að nýta tugmilljarða umfram eigið fé til að stækka lánabókina erlendis Arðsemi Íslandsbanka á þriðja fjórðungi, sem einkenndist af ágætis gangi í kjarnarekstrinum, var á pari við væntingar greinenda en ólíkt hinum bönkunum var bókfærð jákvæð virðisbreyting á lánasafninu. Stjórnendur sjá fyrir sér að ríflega fjörutíu milljarða umfram eigið Íslandsbanka verði mögulega nýtt að stórum hluta til að sækja fram í erlendum lánveitingum. 31.10.2025 15:25
Gengishækkun síðustu mánaða þurrkast út eftir sölu erlendra sjóða á ríkisbréfum Erlendir sjóðir hafa brugðist við breyttum efnahagshorfum hér á landi með því að losa um stöður sínar í íslenskum ríkisskuldabréfum fyrir marga milljarða á síðustu dögum, sem hefur drifið áfram snarpa veikingu á gengi krónunnar, en þrátt fyrir þær sölur hefur ávöxtunarkrafa bréfanna lækkað. 31.10.2025 10:10
Fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum fer til ACRO Eggert Þröstur Þórarinsson, sem var um árabil næstráðandi á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans, hefur hafið störf í greiningarteymi ACRO verðbréfa. 30.10.2025 11:57
Verðbólgumælingin veldur vonbrigðum og kann að slá á væntingar um vaxtalækkun Vísitala neysluverðs hækkaði nokkuð umfram spár greinenda í október, einkum þegar kemur að reiknaðri húsaleigu og dagvörum, og gæti mælingin slegið nokkuð á væntingar um að peningastefnunefnd ráðist í vaxtalækkun á næsta fundi vegna versnandi hagvaxtarhorfa. Fjárfestar brugðust viðverðbólgumælingunni með því að selja ríkisskuldabréf. 30.10.2025 11:26
Bandarískir sjóðir fyrirferðamestir þegar Oculis kláraði 110 milljóna dala útboð Líftæknilyfjafélagið Oculis hefur klárað hlutafjárútboð upp á samtals um 110 milljónir Bandaríkjadala en hið nýja fjármagn kemur nánast alfarið frá erlendum fjárfestingarsjóðum. Fjármögnuninni er ætlað að hraða klínískri þróunarvinnu á einu af þróunarlyfi félagsins við bráðri sjóntaugabólgu en eftir að hafa fengið jákvæða endurgjöf frá FDA fyrr í þessum mánuði hækkuðu bandarískir greinendur verulega verðmat sitt á Oculis. 30.10.2025 09:47