Erlendur sjóður fjárfesti í Alvotech fyrir meira en tvo milljarða Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum. 21.8.2024 15:44
Harður tónn bankans sem segir kraft í innlendri eftirspurn kalla á „varkárni“ Þrátt fyrir að hægt hafi á innlendri eftirspurn síðasta árið samhliða hækkandi raunvöxtum þá er enn spenna í þjóðarbúinu og hún lítið minnkað frá því á vormánuðum, að sögn peningastefnunefndar Seðlabankans, sem heldur vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent sjötta fundinn í röð. Útlit er fyrir að það muni taka „nokkurn tíma“ að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur þessa árs samt verið lækkaðar um meira en helming. 21.8.2024 09:02
Heiðar byggir upp stöðu í smásölurisanum Festi Fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri og aðaleigandi Sýnar um árabil, er kominn í hóp umsvifamestu einkafjárfestanna í Festi í kjölfar þess að þeir Þórður Már Jóhannesson og Hreggviður Jónsson seldu sig út úr félaginu fyrr í sumar. Heiðar hefur byggt upp stöðu í félaginu, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, í gegnum framvirka samninga. 21.8.2024 06:30
Eyjólfur Árni og Rannveig Rist koma ný inn í stjórn Klíníkurinnar Á aðalfundi Klíníkurinnar, sem starfrækir einkarekna skurðaðgerðarþjónustu í Ármúla, í gær voru þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Rannveig Rist, forstjóri ISAL-álversins í Straumsvík, kjörin ný inn í stjórn félagsins. Eyjólfur Árni, sem verður jafnframt stjórnarformaður Klíníkurinnar, segir það vera grundvallaratriði að fyrirtæki eins og Klíníkin fái að þróast í takt við þær breytingar sem eru að verða heilbrigðisþjónustu hér á landi. 20.8.2024 20:32
Erlendur sjóðastýringarrisi bætist í hóp stærri hluthafa Heima Alþjóðlega sjóðastýringarfélagið Redwheel, sem hefur meðal annars verið hluthafi í Íslandsbanka um nokkurt skeið, fjárfesti í umtalsverðum eignarhlut í Heimum í liðinni viku og er núna í hópi stærstu eigenda. Hlutabréfaverð fasteignafélagsins hefur hækkað skarpt síðustu daga en kaup sjóða í stýringu Redwheel fóru fram nokkrum dögum áður en félag í eigu Baldvins Þorsteinssonar, sem stýrir erlendri starfsemi Samherja, festi kaup á liðlega fjögurra prósenta hlut í Heimum. 20.8.2024 14:07
Seðlabankanum hefnist núna fyrir neikvætt raunvaxtastig um of langt skeið Það verður bið á því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í vikunni en funheitur fasteignamarkaður, áframhaldandi spenna á vinnumarkaði og óvænt hækkun á árstakti verðbólgunnar þýðir að peningastefnunefndin verður var um sig og telur það ekki áhættunnar virði að losa um aðhaldsstigið á þessum tímapunkti, að mati hagfræðinga og markaðsaðila í vaxtakönnun Innherja. Nánast fullkominn samhljómur er um að vöxtunum verði haldið óbreyttum sjötta fundinn í röð, mögulega með harðari tón en áður, en sumir benda á að Seðlabankanum hefnist núna fyrir að hafa haldið raunvöxtum neikvæðum um of langt skeið. 19.8.2024 07:50
SKEL eignast um þriðjungshlut í tansanísku námufélagi Fjárfestingafélagið SKEL hefur keypt um þriðjungshlut í tansaníska fyrirtækinu Baridi, stofnað af Íslendingi, sem heldur utan um fjölmörg rannsóknarleyfi þar í landi til námuvinnslu á ýmsum verðmætum málmum. Til að fjármagna áformaða námuvinnslu félagsins er til skoðunar að sækja frekara hlutafé frá fjárfestum hér á landi. 18.8.2024 12:23
Gengi bréfa Alvotech rýkur upp með innkomu erlendra sjóðastýringarrisa Nokkrir stórir erlendir hlutabréfasjóðir bættust nýir inn í hluthafahóp Alvotech á öðrum fjórðungi eftir að hafa staðið að kaupum á bréfum á markaði í Bandaríkjunum fyrir samanlagt jafnvirði marga milljarða króna. Skortur á fjárfestingu frá erlendum sjóðum hefur haft neikvæð áhrif á gengisþróun Alvotech að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins rauk upp í Kauphöllinni í dag. 15.8.2024 17:39
Náð um tuttugu prósenta hlutdeild örfáum vikum eftir að salan hófst Rétt ríflega einum mánuði eftir að dótturfélag heilbrigðistryggingarisans Cigna Group hóf sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum hefur það náð hátt í tuttugu prósenta markaðshlutdeild innan tryggingarkerfisins. Stjórnendur Cigna segjast gera ráð fyrir miklum vaxtarbroddi í sölu á líftæknilyfjahliðstæðum á næstu árum. 14.8.2024 06:31
Verðtryggingarskekkja bankanna í hæstu hæðum vegna ásóknar í verðtryggð lán Verðtryggingarskekkja stóru viðskiptabankanna, munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum á efnahagsreikningi þeirra, hefur margfaldast á aðeins átján mánuðum samtímis því að heimili og fyrirtæki flykkjast yfir í verðtryggða fjármögnun í skugga hárra vaxta. Skuldabréfamiðlari telur sennilegt að þessi þróun muni halda áfram af fullum þunga á næstunni sem ætti að óbreyttu að viðhalda raunvöxtum hærri en ella. 13.8.2024 07:01