Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Grein­endur verð­meta Ís­lands­banka 33 pró­sentum yfir lág­marks­gengi í út­boðinu

Samkvæmt nýlegum greiningum frá nokkrum innlendum hlutabréfagreinendum verðmeta þeir Íslandsbanka að meðaltali á liðlega 33 prósentum hærra gengi í samanburði við það lágmarksverð sem almenningi gefst kostur á að kaupa fyrir í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Mikill fjöldi erlendra söluráðgjafa sem er fenginn að verkefninu gefur til kynna væntingar um að þátttaka erlendra fjárfesta verði talsverð en magn seldra hluta ríkisins getur meira en tvöfaldast frá grunnstærð þess, og því talsverð óvissa um hversu stórt útboðið verður.

Sam­keppnis­staða Al­vot­ech verði „enn sterk“ þótt verð á frum­lyfjum muni lækki

Ef áform Trump um að knýja í gegn tugprósenta lækkun á verði lyfja vestanhafs mun raungerast ætti það að sama skapi að leiða til verðhækkana á frumlyfjum í Evrópu og öðrum löndum, að sögn forstjóra Alvotech, og styrkja þá samkeppnisstöðu félagsins enn frekar utan Bandaríkjanna. Hann telur að útspil Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á boðaða skráningu Alvotech í Svíþjóð í næstu viku og vegna „mikils áhuga“ séu væntingar um að stórir norrænir fjárfestar muni bætast við hluthafahópinn eftir að félaginu verður fleytt á markað þar í landi.

Erum komin „á enda­stöð“ í að fara leið krónutölu­hækkana við kjara­samninga

Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári.

Er­lendir sjóðir bæta nokkuð við stöðu sína í stuttum ríkis­verðbréfum

Viðsnúningur varð í fjárfestingu erlendra sjóða í íslenskum ríkisverðbréfum en eftir að hafa losað nokkuð um stöðu sína í slíkum bréfum í mars bættu þeir við sig fyrir jafnvirði milljarða króna í liðnum mánuði. Hreint fjármagnsinnflæði vegna kaupa á ríkisskuldabréfum nemur um átta milljörðum frá áramótum en á sama tíma hefur vaxtamunur við útlönd heldur farið lækkandi.

Um­fram­fé Ís­lands­banka verður hátt í 40 milljarðar með nýju banka­reglu­verki

Umtalsvert minni niðurfærsla á lánasafni Íslandsbanka en búist var við þýddi að afkoman á fyrsta fjórðungi, sem er að birtast fáeinum dögum áður en ríkið áformar að selja stóran hluta í bankanum, var umfram væntingar greinenda en þrátt fyrir það er arðsemin nokkuð undir markmiði. Með bættri fjármagnsskipan og innleiðingu á nýju bankaregluverki mun umfram eigið fé Íslandsbanka, að sögn stjórnenda, vera hátt í fjörutíu milljarðar króna.

Sér­stakt áhyggju­efni „hversu veik­burða“ ís­lenski hluta­bréfa­markaðurinn er

Með hliðsjón af þjóðhagslegu mikilvægi þess að vera með skilvirkan hlutabréfamarkaði þá er það „sérstakt áhyggjuefni“ hversu veikburða hann er hér á landi, að sögn stjórnanda hjá Kviku, en bankinn fór ekki varhluta af erfiðu árferði á mörkuðum á fyrsta fjórðungi með minni tekjum í markaðsviðskiptum og samdrætti í eignum í stýringu. Forstjóri Kviku, sem skilaði ágætis uppgjöri með arðsemi rétt undir markmiði sínu, viðurkennir að umbreyting Aur í þá átt að bjóða upp á víðtækari bankaþjónustu hafi gengið hægt en bankinn mun á „allra næstu vikum“ hefja innreið sína á húsnæðislánamarkað undir vörumerki Auðar.

Al­vot­ech bætir við skráningu í Sví­þjóð eftir upp­gjör sem var vel yfir væntingum

Tekjur og rekstrarhagnaður Alvotech á fyrsta fjórðungi var verulega yfir væntingum greinenda, sem þýddi að hlutabréfaverð félagsins hækkaði um meira en tuttugu prósent í viðskiptum á eftirmarkaði í Bandaríkjunum, og hafa stjórnendur félagsins uppfært nokkuð afkomuspána fyrir árið 2025. Félagið hefur jafnframt boðað skráningu og útboð í Svíþjóð síðar í mánuðinum, sem er aðeins um fjögur hundruð milljónir að stærð og því ekki til að afla nýs hlutafjár, og verður útboðsgengið að hámarki í kringum 1.200 krónur á hlut.

Styrking krónu og verð­fall hluta­bréfa tók eignir sjóðanna niður um 400 milljarða

Skörp gengisstyrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal, ásamt talsverðum verðlækkunum hlutabréfa bæði hér heima og vestanhafs, þýddi að eignir íslensku lífeyrissjóðanna skruppu saman um nærri fjögur hundruð milljarða á aðeins tveimur mánuðum í febrúar og mars. Hlutabréfaverð um allan heim, einkum í Bandaríkjunum þar sem erlendar eignir sjóðanna eru að stórum hluta, féll enn frekar eftir að Bandaríkjaforseti boðaði tollastríð við umheiminn í upphafi apríl en markaðir hafa rétt nokkuð úr kútnum á allra síðustu vikum.

LSR eigi ekki að „sitja hjá“ við á­kvarðanir fé­laga þar sem sjóðurinn er hlut­hafi

Samtímis víðsjárverðum tímum á alþjóðavettvangi með auknum stríðsrekstri og „uppgangi öfga- og sundrungarafla“ hefur orðið bakslag í umræðu um sjálfbærni, að mati stjórnarformanns LSR, sem hann segir varhugaverða þróun og ganga gegn „eðlilegri skynsemi og öllum meginstraumi vísindalegrar þekkingar.“ Formaðurinn undirstrikar jafnframt að stjórn þessa umsvifamesta lífeyrissjóðs landsins ætli sér ekki að „sitja hjá“ þegar kemur að ákvörðunartöku félaga þar sem LSR er meðal stórra hluthafa.

AGS telur að stýrivextir gætu lækkað um 250 punkta fram á mitt næsta ár

Verði verðbólgan komin niður í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2026, eins og spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir, þá ætti það að mati sjóðsins að skapa svigrúm fyrir Seðlabankann til að lækka meginvexti sína um samtals 250 punkta næsta eina árið eða svo. AGS tekur vel í ákvörðun Seðlabankans að hefja reglubundin kaup á gjaldeyri, sem er sögð vel tímasett, en brýnir stjórnvöld sem fyrr að kanna kosti þess að dýpka markaðinn fyrir gjaldeyrisafleiður þegar aðstæður leyfa.

Sjá meira