Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. nóvember 2025 23:18 Kristín l Pálsdóttir framkvæmdastjóri Rótarinnar. Vísir/Bjarni Einarsson Það er mýta að heimilislausir hafi mikinn áhuga á að láta mikið á sér bera og besta leiðin til að takast á við áhyggjur íbúa af opnun nýrrar kaffistofu Samhjálpar á Grensásvegi er að hlusta og veita upplýsingar. Þetta segir forstöðukona Konukots sem segir málið gamla sögu og nýja. Kaffistofan þjónustar heimilislausa og þá sem ekki eiga efni á mat og hefur hingað til verið staðsett í Guðrúnartúni og fer ný Kaffistofa nú í íbúasamráð. Eigandi Kjötbúðarinnar og formaður húseigendafélags mótmælti opnuninni harðlega og lýsti áhyggjum af lækkandi íbúaverði og áhrifum á barnafjölskyldunni. Aðrir íbúar stigu í kjölfarið fram og lýstu yfir stuðningi við opnunina. Kristín I. Pálsdóttir framkvæmdastjóri Rótarinnar sem rekur Konukot segist almennt finna mikinn velvilja meðal almennings í garð heimilislausra. „Það er okkar reynsla en þessar fáu raddir sem eru svona hræddar við að umgangast þennan hóp, þær verða bara oft mjög háværar.“ Það sé útbreiddur misskilningur að heimilislausir hafi sig mikið í frammi á almannavettvangi. „Þessi hópur fólks hann heldur sig mjög sér. Það er einhver misskilningur að halda það að þetta fólk vilji endilega vera að mingla mikið við fólk. Það er ekki okkar reynslu, þau vilja bara fá að vera í fríði líka.“ Besta leið fagaðila til að takast á við áhyggjur nágranna sé að veita upplýsingar og eiga í ríku samtali. „Að sýna samkennd og mannkærleika, það er besta leiðin til að koma í veg fyrir árekstra í samskiptum.“ „Og það er mikilvægt að þessi hópur hafi stað sem hentar þeim til að heimsækja á daginn þegar það er lokað í neyðarskýlum og það er bæði gott fyrir okkur og það er líka gott fyrir samfélag og nágranna.“ Reykjavík Málefni heimilislausra Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt „Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma. 23. nóvember 2025 21:01 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Kaffistofan þjónustar heimilislausa og þá sem ekki eiga efni á mat og hefur hingað til verið staðsett í Guðrúnartúni og fer ný Kaffistofa nú í íbúasamráð. Eigandi Kjötbúðarinnar og formaður húseigendafélags mótmælti opnuninni harðlega og lýsti áhyggjum af lækkandi íbúaverði og áhrifum á barnafjölskyldunni. Aðrir íbúar stigu í kjölfarið fram og lýstu yfir stuðningi við opnunina. Kristín I. Pálsdóttir framkvæmdastjóri Rótarinnar sem rekur Konukot segist almennt finna mikinn velvilja meðal almennings í garð heimilislausra. „Það er okkar reynsla en þessar fáu raddir sem eru svona hræddar við að umgangast þennan hóp, þær verða bara oft mjög háværar.“ Það sé útbreiddur misskilningur að heimilislausir hafi sig mikið í frammi á almannavettvangi. „Þessi hópur fólks hann heldur sig mjög sér. Það er einhver misskilningur að halda það að þetta fólk vilji endilega vera að mingla mikið við fólk. Það er ekki okkar reynslu, þau vilja bara fá að vera í fríði líka.“ Besta leið fagaðila til að takast á við áhyggjur nágranna sé að veita upplýsingar og eiga í ríku samtali. „Að sýna samkennd og mannkærleika, það er besta leiðin til að koma í veg fyrir árekstra í samskiptum.“ „Og það er mikilvægt að þessi hópur hafi stað sem hentar þeim til að heimsækja á daginn þegar það er lokað í neyðarskýlum og það er bæði gott fyrir okkur og það er líka gott fyrir samfélag og nágranna.“
Reykjavík Málefni heimilislausra Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt „Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma. 23. nóvember 2025 21:01 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt „Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma. 23. nóvember 2025 21:01