Sandra María valin best Fyrirliði Þórs/KA, Sandra María Jessen, var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar. 5.10.2024 14:57
Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Helena Sverrisdóttir var tekin inn í heiðurshöll Texas Christian University (TCU) í gær. Hún lék við góðan orðstír með körfuboltaliði skólans 2007-11. 5.10.2024 14:30
„Okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur“ Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var sáttur með að fara frá Selhurst Park með þrjú stig. Hann hrósaði varnarleik Rauða hersins á tímabilinu. 5.10.2024 14:02
Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni vann Liverpool 0-1 sigur á Crystal Palace á Selhurst Park. Með sigrinum náði Rauði herinn fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar. 5.10.2024 13:20
Cole Campbell á bekknum hjá Dortmund Cole Campbell er á varamannabekk Borussia Dortmund sem sækir Union Berlin heim í þýsku úrvalsdeildinni í dag. 5.10.2024 12:57
Telur að Thomas sé betri en Basile Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrifust af Devon Thomas í fyrsta leik hans fyrir Grindavík. Jón Halldór Eðvaldsson telur Grindvíkinga betur setta með hann en Dedrick Deon Basile sem lék með þeim í fyrra. 5.10.2024 12:16
„Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er brött fyrir úrslitaleikinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna. Hún vonast til að reynsla Valskvenna komi í góðar þarfir og að þær ætli sér að sækja titilinn fjórða árið í röð. 5.10.2024 11:31
Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Illan Meslier, markvörður Leeds United, hefur eflaust ekki sofið mikið í nótt eftir að hafa gert skelfileg mistök í leik gegn Sunderland í ensku B-deildinni. 5.10.2024 10:31
Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Sem kunnugt er mætast Valur og Breiðablik í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Þótt þessi lið hafi ekki áður mæst í úrslitaleik sem þessum voru þau bæði í baráttunni um titilinn í eftirminnilegri lokaumferð 1991. Fyrir hana gátu fjögur lið orðið meistarar og þau mættust öll innbyrðis. 5.10.2024 10:00
Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fyrrverandi markvörður Manchester United, Peter Schmeichel, hrósaði handboltamarkvörðum í hástert og sagði þá vera hugrökkustu menn heims. 5.10.2024 09:31