Sport

Þjálfari sakaði leik­mann um að leggja hendur á sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tom Curry, leikmaður enska rugby-landsliðsins.
Tom Curry, leikmaður enska rugby-landsliðsins. getty/David Rogers

Þjálfari argentínska landsliðsins í rugby sakaði leikmann enska landsliðsins um að leggja hendur á sig eftir leik liðanna.

Englendingar unnu 27-23 sigur á Argentínumönnum í gær. Undir lok leiksins braut Tom Curry á Juan Cruz Mallia og óttast er að sá argentínski hafi meiðst illa.

Felipe Contepomi, þjálfari Argentínu, var langt frá því að vera sáttur með Curry eftir leikinn.

„Þetta var gáleysisleg tækling og við enduðum fjórtán inni á vellinum en þeir fimmtán og þetta var ekki einu sinni skoðað,“ sagði Contepomi.

„Curry gerði ekki einu sinni það, því það er í eðli hans að níðast á fólki, sló aðeins og ýtti í leikmannagöngunum. Hann er 27 ára og sterkbyggður en ég er 48 ára og hann kemur bara og slær mig.“

Contepomi sagðist hafa farið til Currys eftir leikinn en hann hafi umsvifalaust sagt þjálfaranum að fara til fjandans og ýtt honum í kjölfarið.

Þjálfari enska liðsins, Steve Borthwick, sagðist vera meðvitaður um að eitthvað hafi gerst í leikmannagöngunum eftir leikinn en sá ekki atvikið. Borthwick hrósaði svo Curry og sagði hann mikinn heiðursmann og frábæran liðsfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×