Fréttamaður

Jakob Bjarnar

Jakob Bjarnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Síðasti gestur farsóttarhúsa kvaddi í morgun

Í morgun urðu þau merku tímamót að síðasti gestur farsóttar- og sóttvarnarhúsa Rauða krossins gekk út. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir þetta merk tímamót og ljúfsár. Þegar ungur maður var kvaddur með virtum, sá síðasti.

Sóða­legir graffarar spreyjuðu „dick“ á bruna­bíl barnanna

Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini vestur í bæ segir aðkomuna í morgun, þegar starfsfólk og börn mættu í leikskólann sinn, hafa verið ömurlega. En þá höfðu einhverjir sóðalegir og óprúttnir aðilar tekið sig til og spreyjað á húsakynni og dót leiksskólabarnanna; hús og leikföng voru útötuð í fjólubláu spreyi.

Meðferð á dóttur Írisar fjarstýrt frá Reykjavík

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá persónulegri reynslu sinni af því þegar nauðsynlegt var að koma dóttur sinni undir læknishendur en það reyndist ekki hlaupið að því.

Ingó segist ekki hafa neinu að tapa lengur

Síðasta tæpa ár hefur reynst Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni þungbært en hann hefur setið undir ásökunum um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi. Ingólfur vísar ásökunum alfarið á bug og hefur nú skrifað grein þar sem hann fer ítarlega yfir sína hlið mála.

Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Face­book

Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust.

„Langar mest að gráta“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum.

Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni

Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn.

Telur af­stöðu RÚV til mann­réttinda­brota tæki­færis­sinnaða

Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut.

Vil­hjálmur boðar hallar­byltingu innan verka­lýðs­hreyfingarinnar

Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ.

Sjá meira