Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11.8.2024 16:06
Fjölskyldur sendar úr landi og viðvörunarkerfi í Grindavík Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann allsherjar- og menntamálanefndar sem segist treysta mati Útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11.8.2024 11:51
Enn gasmengun í lægðum en rafleiðni nálgast eðlileg gildi Vatnshæð og rafleiðni í Skálm við Þjóðveg 1 hefur haldið áfram jafnt og þétt að lækka, og nálgast nú eðlileg gildi. Gasmengun mælist áfram við Láguhvola nærri Kötlujökli en hefur lækkað síðan í gær. 11.8.2024 11:27
Sérsveitin kölluð til vegna manns sem skaut úr haglabyssu Sérsveitin var kölluð til aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjunum í gærkvöldi vegna manns sem hafði skotið úr haglabyssu. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir athæfið hafi ekki beinst að neinum. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. 11.8.2024 10:55
„Fullorðna fólk, grow up!“ Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. 11.8.2024 10:24
Páll Óskar og Antonio deildu sviðinu á brúðkaupstertu Páll Óskar og eiginmaður hans Edgar Antonio Lucena Angarita, voru saman efst á brúðkaupstertu í Gleðigöngunni í dag. 10.8.2024 16:31
Hinseginfáni skorinn niður í Hveragerði Tveir hinseginfánar voru skornir niður í Hveragerði í dag, einn við hjúkrunarheimilið Ás og annar við kirkjuna. Sú sem vakti athygli á þessu vill senda fólkinu á bak við verknaðinn ást og frið. 10.8.2024 15:37
Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10.8.2024 15:03
Einn var stunginn í Breiðholti Einn var stunginn í lærið í íbúahúsi í Bökkunum í Breiðholti í Reykjavík og fluttur á slysadeild í kjölfarið í dag. Grunaður árásarmaður var handtekinn og verður hann yfirheyrður þegar runnið verður af honum. 10.8.2024 13:48
Sextíu og einn látinn eftir flugslysið í Brasilíu Allir sem voru um borð í flugvélinni sem brotlenti í Vinhedo í Sau Paulo héraði í Brasilíu eru látnir. Mildi þykir að enginn hafi slasast sem var á jörðinni, en vélin brotlenti í íbúabyggð þar sem aðeins eitt hús varð fyrir skemmdum. 10.8.2024 12:17