Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gríðar­legur árangur af nýrri nálgun í grunn­skóla Vest­manna­eyja

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna.

Veru­leg röskun á um­ferð í mið­bænum næstu vikur

Framkvæmdir sem áætlaðar eru við Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur koma til með að hafa veruleg áhrif á umferðarflæði. Í næstu viku stendur til að hefja framkvæmdir við gönguþverun þar sem Reykjastræti þverar Geirsgötu.

Ætlar að hætta eftir uppistandstúrinn

Skemmtikrafturinn Ellen DeGeneres virðist tilbúinn til að kveðja sviðsljósið, en hún segir að uppistandið sem hún flytur nú víða um Bandaríkin verði hennar síðasta. Hún kveðst vera „búin“ í skemmtanabransanum og hún muni ekki koma fram á nýjan leik, þegar ferðalaginu er lokið.

Talinn hafa myrt fjöl­skyldu í­þrótta­frétta­manns BBC

Fréttastofa BBC hefur staðfest að konurnar þrjár sem Kyle Clifford er talinn hafa drepið fyrr í dag, eru fjölskylda starfsmanns þeirra, John Hunt. Þrjár konur fundust alvarlega særðar á heimili í Ashlyn Close í Bushey í Herfordshire í Englandi í gær, og eru nú látnar. Lögregla leitar enn árásarmannsins.

Festi festi kaup á Lyfju

Í dag fór fram uppgjör á greiðslu kaupverðs á öllu hlutafé Lyfju hf. til seljanda og er félagið þar með orðinn hluti af samstæðu Festi. Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi, segir þetta mikilvæg tímamót í vegferð Festis. Kaupverð nam 7.116 milljónum króna.

Ye sagðist vera hættur í tón­list

Fyrr í kvöld birti rapparinn Rich the kid skjáskot af skilaboðum sem hann hafði fengið frá Ye, áður Kanye West, þar sem hann sagðist ætla hætta hafa tónlist að atvinnu. Kvaðst hann ekki vita hvað tæki við. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Rich the kid svo um það að Ye væri meðflytjandi á plötu hans sem kemur út á föstudaginn.

Hag­ræðing í rekstri sé bændum og neyt­endum til heilla

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt.

Fagnar um­ræðu um kyn­færa­li­m­lestingar barna

Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga.

Sjá meira