Lýst eftir íslenskum karlmanni á vef Interpol Lýst er eftir Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, íslenskum karlmanni á vef alþjóðalögreglunnar Interpol. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni. 13.3.2024 16:16
Kópavogur skorar á Alþingi að jafna atkvæðavægi milli kjördæma Bæjarstjórn Kópavogs hefur skorað á Alþingi að jafna atkvæðarétt milli kjördæma. Sérstaklega halli á Suðvesturkjördæmi í þessu efni. 13.3.2024 11:26
Vorboði Austurlands óvenju snemma í ár Vegurinn um Öxi var opnaður þann 8. mars og umferð hleypt um veginn. Óvenju lítill snjór var á veginum, en vegurinn hefur ekki verið opnaður svona snemma síðan 2012. 13.3.2024 10:24
Spyr hvort aka þurfi á barn svo eitthvað verði gert Nanna Hólm býr í Grafarvoginum á Móavegi 4 á jarðhæð. Þung umferð er við blokkina og öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur eru litlar sem engar. Umferðin er ekki girt af og bílar keyra þar oft vel yfir löglegum hámarkshraða segir Nanna. Sömuleiðis þjóti rafskútur um svæðið á ógnarhraða. Nanna spyr hvort bíða þurfi eftir því að barn verði fyrir bíl svo eitthvað verði gert. 12.3.2024 07:01
Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11.3.2024 16:34
Innkalla ónýta Froosh ávaxtadrykki Matvælastofnun varar við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af Froosh jarðaberja, banana og guava hristingum, 250 ml og 150 ml. Varan stóðst ekki gæðaeftirlit. 11.3.2024 15:55
Kerfið lúti stjórn öfgamanna Reglugerðardrög matvælaráðherra um sjálfbæra landnýtingu hafa víðs vegar vakið upp hörð viðbrögð. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu alvarlegar athugasemdir við drögin í aðsendri grein í Bændablaðinu í gær. Sigmundur Davíð segir þetta aðför að íslenskum landbúnaði. 82 umsagnir bárust í samráðsgátt, en drögin hafa lokið umsagnarferli. 8.3.2024 07:01
Síðasta sláturhúsi Austurlands lokað Sláturfélag Vopnfirðinga hættir brátt rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Ákvörðunin var tekin á hluthafafundi þann 22. febrúar síðastliðinn án mótatkvæða. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík. 7.3.2024 16:46
Endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins Árni Sigurjónsson hefur verið endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins, en hann var einn í framboði og hlaut 98,05 prósent atkvæða. Kosið var um formann og fimm stjórnarsæti. 7.3.2024 13:25
Fara yfir öryggisbúnað og uppfæra hættumat Almannavarnanefnd Austurlands hefur ásamt sveitarfélögunum Múlaþingi og Fjarðabyggð hafið vinnu við að rýna verkferla varðandi skíðasvæðin í Stafdal og Oddsskarði. Snjóflóð féllu þar um síðustu helgi. 7.3.2024 10:24