Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2025 17:09 Smjörklípukallarnir tveir, Össur Skarphéðinsson og Davíð Oddsson, ásamt Áslaugu Örnu. Vísir/Sara Rut Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins stóð í ritdeilum við Össur Skarphéðinsson í gær, kallaði hún Össur „þrautreyndan smjörklípumann.“ Íslenskum stjórnmálamönnum er enda tíðrætt um smjörklípur og smjörklípuaðferðir, gjarnan þegar erfið pólitísk mál eru í deiglunni. Smjörklípuaðferðin svokallaða gengur út á að ófrægja andstæðinga, klína á þá smjörklípu, sína til þess að komast hjá því að takast á um málefni, eins og Halli nokkur orðar það í bloggfærslu á Tungutaki. Þannig geta menn klínt smjörklípu á andstæðinga sína til að afvegaleiða umræðuna og beina athyglinni frá stórum málum. Hugtakið er raunar komið frá ömmu Davíðs Oddsonar segir Halli, eða öllu heldur ömmu hans og ketti hennar. „Davíð hafði í sjónvarpsviðtali lýst því að móðir hans hefði notað þá aðferð þegar kisan á heimilinu lét ófriðlega að klína á hana smjörklípu og hafi kötturinn þá orðið svo upptekinn að hreinsa sig að ekki hefði annað komist að hjá honum og friður komist á meðan á hreinsuninni stóð sem gat tekið býsna langan tíma. Þetta notaði Davíð svo í yfirfærðri merkingu um það að þegar menn lentu í vondri stöðu þá klíndu þeir einhverju á andstæðinginn til að gera hann upptekinn við að verja sig." Lét andstæðingana eltast við skottið á sér Jón Baldvin Hannibalsson reit pistil á Eyjuna árið 2009 undir yfirskriftinni „Um smjörklípukenninguna og Seðlabankastjórann“ er honum fannst tilefni til að rifja upp söguna af ömmu Davíðs, sem þá var Seðlabankastjóri, og ketti hennar. Sögum fer ekki saman milli Jóns og Halla hvort konan hafi verið móðir eða amma Davíðs. „Í Hvítbók Einars skálds Más er að þessu vikið (sjá bls. 104). Þannig var að kötturinn hennar ömmu vildi stundum ráðast á fugla og veiða mýs og gat verið grimmur og úrillur, en þá greip amma Davíðs til þess ráðs að klína smjöri á rófu hans. Síðan segir:“ „Við þetta hvarf allur áhugi kattarins á fuglunum og músunum, en athygli hans beindist eingöngu að smjörklípunni á rófunni. Þessari sömu aðferð sagðist Davíð oft hafa beitt á andstæðinga sína í stjórnmálum. Þegar athygli þeirra beindist að einhverjum stórum málum, fleygði hann til þeirra öðrum málum, minni háttar málum, og lét þá þannig eltast við skottið á sér. Þessi aðferð hefur gengið undir nafninu “smjörklípuaðferðin” í íslenskum stjórnmálum“ Þá velti Ágúst Ólafur Ágústsson því fyrir sér árið 2006 hvort ákvörðun um hvalveiðar væri smjörklípuaðferð. „Á meðan Einar K. Guðfinnsson situr í Kastljósinu og ræðir hvalveiðar er að minnsta kosti aðeins búið að kæla niður í hlerunarmálinu sem var orðið ríkisstjórninni verulega óþægilegt.“ „Allt finnst mér þetta lykta af smjörklípuaðferðinni sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti þjóðina um að hann hefði haft sérstakt dálæti á í forsætisráðherratíð sinni. Þá dunda menn sér við eitthvað annað og umræðan fer aðeins af sporinu.“ Ekki fyrsta smjörklípa Össurar Ljóst er að umræða um smjörklípuaðferðir- og menn lifir enn góðu lífi í íslenskum stjórnmálum þrátt fyrir að Davíð Oddsson hafi kvatt beina þátttöku í stjórnmálum fyrir tveimur áratugum síðan. Eins og frægt er orðið spratt umræða um smjörklípur síðast upp í gær þegar Áslaug Arna kallaði Össur „þrautreyndan smjörklípumann“ þegar hann sagði að rannsaka þyrfti þátt Áslaugar Örnu í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu. Áslaug Arna er ekki sú fyrsta sem sakar Össur um að hafa klínt á sig smjörklípu. Rúmt ár er síðan Hildur Sverrisdóttir kvaðst upp með sér að fá að vera andlag smjörklípu Össurar. Þá hafði Össur skrifað langa grein um möguleg formannsefni Sjálfstæðisflokksins á sama tíma og allt kastljós fjölmiðla beindist að óeiningu innan Samfylkingarinnar um ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendur og landamæraeftirlit. Fréttaskýringar Íslensk tunga Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00 „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. 22. mars 2025 19:43 Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. 22. mars 2025 18:34 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Smjörklípuaðferðin svokallaða gengur út á að ófrægja andstæðinga, klína á þá smjörklípu, sína til þess að komast hjá því að takast á um málefni, eins og Halli nokkur orðar það í bloggfærslu á Tungutaki. Þannig geta menn klínt smjörklípu á andstæðinga sína til að afvegaleiða umræðuna og beina athyglinni frá stórum málum. Hugtakið er raunar komið frá ömmu Davíðs Oddsonar segir Halli, eða öllu heldur ömmu hans og ketti hennar. „Davíð hafði í sjónvarpsviðtali lýst því að móðir hans hefði notað þá aðferð þegar kisan á heimilinu lét ófriðlega að klína á hana smjörklípu og hafi kötturinn þá orðið svo upptekinn að hreinsa sig að ekki hefði annað komist að hjá honum og friður komist á meðan á hreinsuninni stóð sem gat tekið býsna langan tíma. Þetta notaði Davíð svo í yfirfærðri merkingu um það að þegar menn lentu í vondri stöðu þá klíndu þeir einhverju á andstæðinginn til að gera hann upptekinn við að verja sig." Lét andstæðingana eltast við skottið á sér Jón Baldvin Hannibalsson reit pistil á Eyjuna árið 2009 undir yfirskriftinni „Um smjörklípukenninguna og Seðlabankastjórann“ er honum fannst tilefni til að rifja upp söguna af ömmu Davíðs, sem þá var Seðlabankastjóri, og ketti hennar. Sögum fer ekki saman milli Jóns og Halla hvort konan hafi verið móðir eða amma Davíðs. „Í Hvítbók Einars skálds Más er að þessu vikið (sjá bls. 104). Þannig var að kötturinn hennar ömmu vildi stundum ráðast á fugla og veiða mýs og gat verið grimmur og úrillur, en þá greip amma Davíðs til þess ráðs að klína smjöri á rófu hans. Síðan segir:“ „Við þetta hvarf allur áhugi kattarins á fuglunum og músunum, en athygli hans beindist eingöngu að smjörklípunni á rófunni. Þessari sömu aðferð sagðist Davíð oft hafa beitt á andstæðinga sína í stjórnmálum. Þegar athygli þeirra beindist að einhverjum stórum málum, fleygði hann til þeirra öðrum málum, minni háttar málum, og lét þá þannig eltast við skottið á sér. Þessi aðferð hefur gengið undir nafninu “smjörklípuaðferðin” í íslenskum stjórnmálum“ Þá velti Ágúst Ólafur Ágústsson því fyrir sér árið 2006 hvort ákvörðun um hvalveiðar væri smjörklípuaðferð. „Á meðan Einar K. Guðfinnsson situr í Kastljósinu og ræðir hvalveiðar er að minnsta kosti aðeins búið að kæla niður í hlerunarmálinu sem var orðið ríkisstjórninni verulega óþægilegt.“ „Allt finnst mér þetta lykta af smjörklípuaðferðinni sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti þjóðina um að hann hefði haft sérstakt dálæti á í forsætisráðherratíð sinni. Þá dunda menn sér við eitthvað annað og umræðan fer aðeins af sporinu.“ Ekki fyrsta smjörklípa Össurar Ljóst er að umræða um smjörklípuaðferðir- og menn lifir enn góðu lífi í íslenskum stjórnmálum þrátt fyrir að Davíð Oddsson hafi kvatt beina þátttöku í stjórnmálum fyrir tveimur áratugum síðan. Eins og frægt er orðið spratt umræða um smjörklípur síðast upp í gær þegar Áslaug Arna kallaði Össur „þrautreyndan smjörklípumann“ þegar hann sagði að rannsaka þyrfti þátt Áslaugar Örnu í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu. Áslaug Arna er ekki sú fyrsta sem sakar Össur um að hafa klínt á sig smjörklípu. Rúmt ár er síðan Hildur Sverrisdóttir kvaðst upp með sér að fá að vera andlag smjörklípu Össurar. Þá hafði Össur skrifað langa grein um möguleg formannsefni Sjálfstæðisflokksins á sama tíma og allt kastljós fjölmiðla beindist að óeiningu innan Samfylkingarinnar um ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendur og landamæraeftirlit.
Fréttaskýringar Íslensk tunga Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00 „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. 22. mars 2025 19:43 Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. 22. mars 2025 18:34 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00
„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. 22. mars 2025 19:43
Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. 22. mars 2025 18:34
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“