Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Fjórmenningarnir Elín Rósa Sigurðardóttir, Jónas G. Allansson, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson hafa verið skipuð í embætti sendiherra, en án staðarákvörðunar. 21.2.2025 16:52
„Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Skólastjórnendur Vogaskóla í Reykjavík hafa sent foreldrum nemenda tölvupóst vegna umfjöllunar Kveiks um ofbeldi innan skólans. Þar segir að skólastjórnendur hafi farið í alla bekki unglingadeildar og rætt um efni þáttarins. 21.2.2025 16:26
Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa kynnt ríkissáttasemjara að þeim litist ekki á innanhússtillögu hans á fundi sem fram fór í gær. 21.2.2025 15:36
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Íris Björk Eysteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla, segir stjórnendur skólans standa með kennurum. Margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum. 21.2.2025 14:43
Óljóst með skólahald eftir helgi Hermann Örn Kristjánsson, skólastjóri Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist skilja aðgerðir kennara vel, en margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum. 21.2.2025 13:59
Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Það seldist upp á tónleika bandarísku söngkonunnar Noruh Jones á nokkrum mínútum, samkvæmt tilkynningu frá Guðbjarti Finnbjörnssyni tónleikahaldara. 21.2.2025 12:32
Bryan Adams seldi upp á hálftíma Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana. 21.2.2025 11:41
Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Landsréttur hefur þyngt dóm karlmanns á þrítugsaldri verulega fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi, en í Landsrétti fær maðurinn þriggja og hálfs árs dóm. 20.2.2025 16:57
Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Systkini og makar þeirra hafa verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á þriggja ára fangelsi, en sá vægasti upp á átján mánuði. 20.2.2025 15:32
Refsing Dagbjartar þyngd verulega Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi. 20.2.2025 15:12