Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrr­verandi ráð­herrar ræða alþjóðamálin

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Þurrt og bjart víða um landið

Hæðarsvæði fyrir norðan land, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Það veldur því að lægðirnar sunnan lands þrýsta á móti hæðinni og má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en hægari annars staðar.

Tvö pör hand­tekin grunuð um líkams­á­rásir

Tveir einstaklingar voru handteknir í gærkvöldi eða nótt grunuð um líkamsárásir og eignaspjöll og vistuð í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en af orðalagi lögreglunnar að dæma var um einn karl og eina konu að ræða.

Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður útilokar ekki að hann muni einn daginn skella sér í stjórnmálin og fara í framboð. Myndi hann skipta um starfsvettvang eða færa sig um set gæti valið þó einnig verið allt annað en pólitíkin. Hann myndi til að mynda hafa áhuga á að gerast rithöfundur í franskri sveit.

Hvasst syðst á landinu

Víðáttumikið hæðarsvæði norðan við landið, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Þar af leiðandi þrýsta lægðirnar sunnanlands á móti hæðinni. Því má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en mun hægari vindi annars staðar.

Sjá meira