Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi. 23.10.2024 16:48
Salmonella í Pekingönd Pekingendur sem verið var að selja í verslunum Bónuss og Hagkaupa um allt land hafa verið innkallaðar eftir að salmonella greindist í sýni. 23.10.2024 15:42
Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Hugbúnaðarfyrirtækið Alda, sem setti Öldu lausnina í loftið fyrir ári síðan, hefur gert langtíma áskriftarsamning við Aker Solutions dótturfélag eins stærsta fyrirtækis Noregs, Aker samsteypunar. Samningurinn markar mikil tímamót fyrir Öldu og staðfestir stöðu fyrirtækisins sem leiðandi tæknilausn á sviði fjölbreytileika og inngildingar. 23.10.2024 13:50
Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23.10.2024 12:58
Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23.10.2024 10:55
Ólöf til liðs við Athygli Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og síðar samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli. Þar mun hún sinna eigin ráðgjöf og verkefnum. 23.10.2024 09:24
Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23.10.2024 07:02
Einn enn í haldi vegna Elko-málsins Einn er enn í haldi vegna þjófnaðar í verslunum Elko sem voru framin að kvöldi til og um nótt fyrir um mánuði síðan. Enn á eftir að taka ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur honum. 22.10.2024 16:47
Michael Newman látinn Baywatch-stjarnan Michael Newman er látinn 68 ára að aldri. Hann hafði glímt við Parkinsons frá árinu 2006. 22.10.2024 13:53
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að keyra á barn Kona hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að aka á barn þann 7. ágúst 2023. 22.10.2024 11:29