Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. ágúst 2025 15:52 Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu. Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. Þetta kom fram í ræðu Sævars í málflutningi málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Matthías og Lúkas eru ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bréf sent á milli einangrunarfanga Áður hefur verið fjallað um bréfið sem Sævar Þór minntist á. Myndband sem var sýnt fyrir dómi sýndi frá því þegar Lúkas kom bréfinu fyrir á útisvæði fangelsisins á Hólmsheiði, þegar þeir tveir voru í gæsluvarðhaldi og einangrun þar. Í bréfinu, sem talið er að hafi verið ætlað Matthíasi, var hann beðinn um að skipta um lögmann. „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta,“ sagði í bréfinu. „Ég hljóp aðeins á mig“ „Það var í raun ótrúleg atburðarás í kringum þetta bréf,“ sagði Sævar, sem rifjaði upp hvernig það hefði verið þegar það kom í hans hendur. Lögreglan hafi setið á þessu bréfi í einhvern tíma. Því hafi svo verið slengt fram í lok skýrslutöku. „Mínum umbjóðanda brá og mér brá líka,“ sagði Sævar Þór. „Ég get alveg viðurkennt það, ég hljóp aðeins á mig.“ Sævar viðurkenndi að hann hafi þá haft miður falleg orð um meðverjendur sína bræðurna Pál og Stefán Karl Kristjánssyni, sem verja Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson. „Feillinn þar hjá mér var að löggan var að skrifa allt niður,“ sagði Sævar. Sævar baðst afsökunar og Stefán Karl og Páll virtust kinka kolli og brosa í kampinn, líkt og þeir hefðu tekið afsökunarbeiðnina gilda. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Sævars í málflutningi málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Matthías og Lúkas eru ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bréf sent á milli einangrunarfanga Áður hefur verið fjallað um bréfið sem Sævar Þór minntist á. Myndband sem var sýnt fyrir dómi sýndi frá því þegar Lúkas kom bréfinu fyrir á útisvæði fangelsisins á Hólmsheiði, þegar þeir tveir voru í gæsluvarðhaldi og einangrun þar. Í bréfinu, sem talið er að hafi verið ætlað Matthíasi, var hann beðinn um að skipta um lögmann. „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta,“ sagði í bréfinu. „Ég hljóp aðeins á mig“ „Það var í raun ótrúleg atburðarás í kringum þetta bréf,“ sagði Sævar, sem rifjaði upp hvernig það hefði verið þegar það kom í hans hendur. Lögreglan hafi setið á þessu bréfi í einhvern tíma. Því hafi svo verið slengt fram í lok skýrslutöku. „Mínum umbjóðanda brá og mér brá líka,“ sagði Sævar Þór. „Ég get alveg viðurkennt það, ég hljóp aðeins á mig.“ Sævar viðurkenndi að hann hafi þá haft miður falleg orð um meðverjendur sína bræðurna Pál og Stefán Karl Kristjánssyni, sem verja Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson. „Feillinn þar hjá mér var að löggan var að skrifa allt niður,“ sagði Sævar. Sævar baðst afsökunar og Stefán Karl og Páll virtust kinka kolli og brosa í kampinn, líkt og þeir hefðu tekið afsökunarbeiðnina gilda.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira