Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Í­trekuð brot gegn grunn­skóla­stúlku nauðgun eftir allt saman

Landsréttur hefur þyngt dóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt hann í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins, en vildi meina að háttsemi hans hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur segir að um nauðgun sé að ræða og dæmir hann í fimm ára fangelsi.

Ekkert bendi til þess að kvikusöfnun sé að hætta

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram á svipuðum hraða síðustu vikuna. Haldi hún áfram á svipuðum hraða og undanfarið er líklegasta sviðsmyndin sú að annað kvikuhlaup og mögulega eldgos verði á Sundhnúksgígaröðinni.

Hundrað ára Carter búinn að kjósa

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti sem varð hundrað ára á dögunum, er búinn að kjósa í bandarísku forsetakosningunum. Hann kaus með utankjörstaðaratkvæði, sem var lagt í pósthólf við dómshús í borginni Americus í Georgíuríki.

Al­gjör ný­mæli að neita að taka þátt í starfsstjórn

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi.

Hefur lokið störfum hjá Við­reisn en vill vera á lista

Sigurður Orri Kristjánsson stjórnmálafræðingur hefur látið af störfum hjá Viðreisn, en þar starfaði hann sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og viðburða. Þrátt fyrir það ætlar hann að sækjast eftir sæti ofarlega á lista.

Starfs­stjórn með nýjum for­sætis­ráð­herra „bara ein­hver furðu­kenning“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ætla að biðjast lausnar úr embætti, en segir það hafa legið fyrir frá því að hann tilkynnti um að hann óski eftir þingrofi á sunnudag. Honum finnist eðlilegast að mynda starfsstjórn með stuttan forgangslista sem geti komið mikilvægum málum, líkt og fjárlögum, í gegn sem fyrst.

Sér Sigurð Inga al­veg fyrir sér sem for­sætis­ráð­herra

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins.

Sjá meira