Íslendingur handtekinn fyrir að ljúga um árás á Tenerife Íslenskur ferðamaður á Tenerife hefur verið handtekinn grunaður um ljúga til um árás sem hann sagðist hafa orðið fyrir og reyna svíkja út fé vegna þess. Um er að ræða karlmann sem er 66 ára gamall, en handtakan fór fram á hóteli mannsins á suðurhluta eyjunnar. 26.1.2024 13:33
Ekki fallist á að fordómar gegn múslimum hafi verið ástæðan Lögreglustjórinn á Suðurnesjum braut ekki lög með því að endurnýja ekki ráðningu manns í starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli sem taldi sig vera mismunað vegna trúar sinnar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála. 26.1.2024 08:57
Fullt hús á Fullu húsi Fyrsta kvikmynd Sigurjóns Kjartanssonar í fullri lengd, Fullt hús, verður frumsýnd á morgun föstudag, en forsýning myndarinnar fór fram í Laugarásbíói í gærkvöldi. 25.1.2024 16:15
Melanie er látin Bandaríska söngkonan Melanie Safka, sem er betur þekkt sem einungis Melanie, er látin 76 ára að aldri. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa sungið lögin Brand New Key, What Have They Done to My Song Ma, og Lay Down (Candles in the Rain), sem og ábreiðu á Rolling Stones-slagaranum Ruby Tuesday. 25.1.2024 10:22
Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25.1.2024 09:02
Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24.1.2024 14:00
Fékk níu fíkniefnasendingar á örfáum mánuðum Karlmaður hefur fengið sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur, skilorðsbundin til tveggja ára, fyrir fíkniefnabrot. Á nokkrum mánuðum árið 2021 fékk hann níu sendingar erlendis frá sem innihéldu ýmis fíkniefni sem tollverðir fundu í póstmiðstöð í Reykjavík. 24.1.2024 11:38
Hjón segja pakkaferð hafa verið svindl og fá 60 þúsund endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða hjónum 60 þúsund krónur vegna pakkaferðar sem þau fóru í síðasta sumar. Þau greiddu samtals 272 þúsund krónur fyrir ferðina, sem var auglýst sem pakkaferð á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allt væri innifalið fyrir 130 þúsund krónur á mann. 24.1.2024 08:55
Vínylplötusending innihélt kókaín Karl og kona hafa verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að gera tilraun til að taka við rúmu kílói af kókaíni. 24.1.2024 07:01
Ekki sannað að afsökunarbeiðni væri frá meintum geranda Karlmaður, sem var ákærður fyrir að nauðga frænku sinni á heimili sínu í júlí 2019, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir að hafa við hana samræði og önnur kynferðismök án hennar samþykkis, með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa áfengis. Þá var honum gefið að sök að hafa beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar sem frændi hennar. 23.1.2024 20:31