Dómur Brynjars stendur þó ekki sé fallist á að netbrot séu nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 15:45 Brynjar fékk sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvoru öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit teljast ekki til nauðgunar að mati Hæstaréttar. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar á hendur Brynjari Joensen Creed. Hæstiréttur var að þessu leyti ósammála Landsrétti. Þrátt fyrir það staðfesti Hæstiréttur refsingu Landsréttar. Brynjar hlýtur sjö ára fangelsisdóm. Einhver brota Brynjars vörðuðu athafnir sem fóru fram í gegnum netið og túlkun Hæstaréttar var önnur en túlkun Landsréttar sem hafði heimfært þau brot sem nauðgun. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Fleiri mál til rannsóknar Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Þar með hafði dómur héraðsdóms, sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi, verið þyngdur. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla hefur rannsakaða fjölda annarra meintra brota Brynjars, en hann er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir fimmtán ára aldri, til viðbótar. Í júní á þessu ári samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðni Brynjars. Dómurinn sagðist ekki ætla að taka fyrir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu hans eða um önnur atriði sem byggja á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar sagðist Hæstiréttur ætla að taka fyrir ákvörðun refsingar Brynjars og heimfærslu brota hans. Dómurinn sagði að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Í héraði og fyrir Landsrétti hafði verið deilt um hvort einhver brot Brynjars teldu til nauðgana, þar sem hann hafði látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent honum myndbönd af því. Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Hæstiréttur var að þessu leyti ósammála Landsrétti. Þrátt fyrir það staðfesti Hæstiréttur refsingu Landsréttar. Brynjar hlýtur sjö ára fangelsisdóm. Einhver brota Brynjars vörðuðu athafnir sem fóru fram í gegnum netið og túlkun Hæstaréttar var önnur en túlkun Landsréttar sem hafði heimfært þau brot sem nauðgun. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Fleiri mál til rannsóknar Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Þar með hafði dómur héraðsdóms, sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi, verið þyngdur. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla hefur rannsakaða fjölda annarra meintra brota Brynjars, en hann er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir fimmtán ára aldri, til viðbótar. Í júní á þessu ári samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðni Brynjars. Dómurinn sagðist ekki ætla að taka fyrir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu hans eða um önnur atriði sem byggja á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar sagðist Hæstiréttur ætla að taka fyrir ákvörðun refsingar Brynjars og heimfærslu brota hans. Dómurinn sagði að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Í héraði og fyrir Landsrétti hafði verið deilt um hvort einhver brot Brynjars teldu til nauðgana, þar sem hann hafði látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent honum myndbönd af því.
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira