Dómur Brynjars stendur þó ekki sé fallist á að netbrot séu nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 15:45 Brynjar fékk sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvoru öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit teljast ekki til nauðgunar að mati Hæstaréttar. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar á hendur Brynjari Joensen Creed. Hæstiréttur var að þessu leyti ósammála Landsrétti. Þrátt fyrir það staðfesti Hæstiréttur refsingu Landsréttar. Brynjar hlýtur sjö ára fangelsisdóm. Einhver brota Brynjars vörðuðu athafnir sem fóru fram í gegnum netið og túlkun Hæstaréttar var önnur en túlkun Landsréttar sem hafði heimfært þau brot sem nauðgun. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Fleiri mál til rannsóknar Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Þar með hafði dómur héraðsdóms, sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi, verið þyngdur. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla hefur rannsakaða fjölda annarra meintra brota Brynjars, en hann er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir fimmtán ára aldri, til viðbótar. Í júní á þessu ári samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðni Brynjars. Dómurinn sagðist ekki ætla að taka fyrir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu hans eða um önnur atriði sem byggja á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar sagðist Hæstiréttur ætla að taka fyrir ákvörðun refsingar Brynjars og heimfærslu brota hans. Dómurinn sagði að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Í héraði og fyrir Landsrétti hafði verið deilt um hvort einhver brot Brynjars teldu til nauðgana, þar sem hann hafði látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent honum myndbönd af því. Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hæstiréttur var að þessu leyti ósammála Landsrétti. Þrátt fyrir það staðfesti Hæstiréttur refsingu Landsréttar. Brynjar hlýtur sjö ára fangelsisdóm. Einhver brota Brynjars vörðuðu athafnir sem fóru fram í gegnum netið og túlkun Hæstaréttar var önnur en túlkun Landsréttar sem hafði heimfært þau brot sem nauðgun. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Fleiri mál til rannsóknar Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Þar með hafði dómur héraðsdóms, sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi, verið þyngdur. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla hefur rannsakaða fjölda annarra meintra brota Brynjars, en hann er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir fimmtán ára aldri, til viðbótar. Í júní á þessu ári samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðni Brynjars. Dómurinn sagðist ekki ætla að taka fyrir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu hans eða um önnur atriði sem byggja á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar sagðist Hæstiréttur ætla að taka fyrir ákvörðun refsingar Brynjars og heimfærslu brota hans. Dómurinn sagði að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Í héraði og fyrir Landsrétti hafði verið deilt um hvort einhver brot Brynjars teldu til nauðgana, þar sem hann hafði látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent honum myndbönd af því.
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira