Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stein­þóri mögu­lega ekki gerð sér­stök refsing fyrir mann­dráp

Málflutningur sækjanda og verjanda fór fram í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Steinþóri Einarssyni er gefið að sök að hafa veitt Tómasi Waagfjörð bana í Ólafsfirði í október í fyrra. Það hafi hann gert með því að veita Tómasi tvo stunguáverka með hníf sem leiddu til dauða hans.

Dómari lék eftir lýsingar Stein­þórs sem læknir sagði ó­mögu­legar

Læknir sem rannsakaði stungusár á Tómasi Waagfjörð og Steinþóri Einarssyni í kjölfar andláts þess fyrrnefnda var spurður út í lýsingar Steinþórs á átökum hans og Tómasar af dómara í málinu. Steinþór er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi að bana í október í fyrra í íbúð á Ólafsfirði.

Greindi frá á­rás Stein­þórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr

Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Stungusárin lík­lega ekki fyrir slysni

Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni.

Dular­fulls blóðugs jógabolta sárt saknað

Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag.

„Eins og að ganga inn í slátur­hús“

Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst.

Kennir frænda Tómasar um at­burða­rásina: „Hann vissi vel í hvað stefndi“

Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, var spurður út í meint umferðarlagabrot sín í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra dag. Honum er gefið að sök að hafa ekið á bíl frænda Tómasar án ökuréttinda.

Sagðist „al­veg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir and­látið

Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar.

Forsjárdeila ríkasta manns heims og poppstjörnu

Auðjöfurinn Elon Musk og barnsmóðir hans, tónlistarkonan Grimes, eiga nú í forræðisdeilu um þrjú börn þeirra, sem heita: X AE A-XII, Exa Dark Sideræl, og Tau Techno Mechanicus.

Sjá meira