Enn langt í milli Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. desember 2023 18:41 Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, munu halda áfram samningum fyrir hönd félaganna sem þau eru í forsvari fyrir. Vísir/Vilhelm Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu flugumferðastjóra er lokið. Samningsaðilar funda á ný á morgun klukkan tíu, en næsta vinnustöðvun er næstkomandi mánudag. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins ganga hægt. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir flugumferðastjóra hafa fengið sama boð og aðrir fengu fyrir ári síðan. Arnar segist ósamála því. „Þá er skilningur okkar á því sem öðrum var boðið í síðustu samningaviðræðum ekki sá sami. Það er talsvert langt í milli enn þá,“ segir Arnar, sem vill einnig meina að fullyrðingar um að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar fjarri lagi. Aðspurður út í meðallaun flugumferðarstjóra, sem eru um 1,4 milljónir króna á mánuði, segir Arnar að kjaradeilan snúist ekki um þau. Meðallaun séu ekki grunnlaun, heldur ákvarðist þau líka af vaktaálagi, óreglulegum greiðslum, og óhóflegri yfirvinnu að sögn Arnars. Arnar minnist á réttarstöðunefndarskýrslu sem var unnin um síðustu aldamót, þar sem að sagði að flugumferðarstjórar ættu að bera sig saman við atvinnuflugmenn. „Í þeim samanburði erum við talsvert á eftir enn þá.“ Arnar segist vonast til þess að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun sem er á mánudaginn. Aðspurður út í reiði fólks vegna verkfallsins segist Arnar hafa heyrt af henni og skilja. „Ég skil það alveg. Það er ekkert skemmtilegt þegar röskun verður á ferðahugum. Ég sjálfur er svo sem ekki að sökkva mér í kommentakerfin eða neitt slíkt, en fólk getur haft sínar skoðanir eins og það vill.“ Sigríður Margrét segir alla samningsaðila vilja komast að niðurstöðu. „Við vitum það að ófriður á vinnumarkaði er alls ekki það sem almenningur eða íslenskt atvinnulíf þarf á að halda núna.“ Hún sagðist ekki vilja ræða um kröfur flugumferðastjóra. Það væri gert við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum. Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins ganga hægt. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir flugumferðastjóra hafa fengið sama boð og aðrir fengu fyrir ári síðan. Arnar segist ósamála því. „Þá er skilningur okkar á því sem öðrum var boðið í síðustu samningaviðræðum ekki sá sami. Það er talsvert langt í milli enn þá,“ segir Arnar, sem vill einnig meina að fullyrðingar um að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar fjarri lagi. Aðspurður út í meðallaun flugumferðarstjóra, sem eru um 1,4 milljónir króna á mánuði, segir Arnar að kjaradeilan snúist ekki um þau. Meðallaun séu ekki grunnlaun, heldur ákvarðist þau líka af vaktaálagi, óreglulegum greiðslum, og óhóflegri yfirvinnu að sögn Arnars. Arnar minnist á réttarstöðunefndarskýrslu sem var unnin um síðustu aldamót, þar sem að sagði að flugumferðarstjórar ættu að bera sig saman við atvinnuflugmenn. „Í þeim samanburði erum við talsvert á eftir enn þá.“ Arnar segist vonast til þess að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun sem er á mánudaginn. Aðspurður út í reiði fólks vegna verkfallsins segist Arnar hafa heyrt af henni og skilja. „Ég skil það alveg. Það er ekkert skemmtilegt þegar röskun verður á ferðahugum. Ég sjálfur er svo sem ekki að sökkva mér í kommentakerfin eða neitt slíkt, en fólk getur haft sínar skoðanir eins og það vill.“ Sigríður Margrét segir alla samningsaðila vilja komast að niðurstöðu. „Við vitum það að ófriður á vinnumarkaði er alls ekki það sem almenningur eða íslenskt atvinnulíf þarf á að halda núna.“ Hún sagðist ekki vilja ræða um kröfur flugumferðastjóra. Það væri gert við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira