Rannsaka þjófnað í Bolungarvík sem hleypur á mörgum milljónum Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar þjófnað í Bolungarvík sem átti sér stað um helgina. 23.11.2023 17:47
Ljóst að barnungar stúlkur hafi hitt meintan barnaníðing Maður sem er grunaður um að nauðga tveimur barnungum stúlkum og greiða þeim fyrir er sagður hafa komið sér í samband við þær í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat. Önnur stúlknanna hafi ætlað sér að kaupa áfengi af manninum, en hann boðið að henni að greiða fyrir það með kynferðislegum greiðum. Stúlkurnar eru sagðar búa yfir upplýsingum um manninn sem bendi til þess að þær hafi hitt hann. 22.11.2023 23:40
Kannast ekki við útilokun Arnars Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að sjá til þess að Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, muni ekki taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn. 22.11.2023 21:33
Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. 22.11.2023 20:46
Tveir látnir eftir að bíll sprakk við landamæri Bandaríkjanna og Kanada Tveir eru látnir eftir að bíll sprakk á regnbogabrúnni svökölluðu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bandaríska alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar. 22.11.2023 19:08
Tók hjól af barni vegna snjóboltakasts Lögreglan fékk í dag tilkynningu um ökumann sem tók reiðhjól af dreng í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Drengurinn er sagður hafa kastað snjóbolta í bíl mannsins. 22.11.2023 18:45
Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22.11.2023 17:54
Fólk þurfi að passa sig í „ruddaloftinu“ „Manni bregður kannski eftir alla þessa blíðu sem er búin að vera hjá okkur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Reykjavík síðdegis. 21.11.2023 16:38
Vont veður gæti gert staðfestingu á eldgosi erfiða Erfiðar veðuraðstæður verða til þess að vöktun á Reykjanesskaganum með jarðhræringum og mögulegu eldgosi skerðist. Meðal annars sér þoka og dimm él til þess að erfiðara væri að fá sjónræna staðfestingu á gosi með myndavélum. 21.11.2023 13:58
Gunnar Bragi ráðgjafi Miðflokksins en ekki kominn aftur í pólitík Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið skráður sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. 21.11.2023 13:17
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent