Innlent

Hiti milli stuðnings­manna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli

Jón Þór Stefánsson skrifar
Talsvert fleiri af þeim sem eru við Kópavogsvöll styðja Palestínu.
Talsvert fleiri af þeim sem eru við Kópavogsvöll styðja Palestínu. Vísir/Anton Brink

Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu.

Sjónarvottur lýsir í samtali við Vísi að nokkur hiti hafi verið á milli hópanna. En stuðningsmenn Palestínu eru mættir til að mótmæla aðgerðum Ísraels á Gasaströndinni, en stuðningsmenn Ísraels eru ósáttir með framferði Hamas-samtakanna.

Samkvæmt heimildum Vísis eru um það bil áttatíu manns samankomnir við völlinn, en flestir styðja Palestínu. Á bilinu fimm til tíu styðja hins vegar Ísrael.

Leikur Breiðabliks og Maccabi hófst klukkan eitt í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð er markalaust í leiknum.

Frá og með sjöunda október á þessu ári hafa mikil átök geysað á miðausturlöndum, sérstaklega á Gasaströndinni, en síðustu daga hefur vopnahlé verið í gildi milli herjandi fylkinga.

Stuðningsmenn Ísraels og Palestínu eru við Kópavogsvöll.Vísir/Anton Brink
Mótmælin eru vegna leiks Breiðabliks við Maccabi Tel AvivVísir/Anton Brink

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×