Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Litáískur karlmaður, sem var á dögunum sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í Kiðjabergsmálinu svokallaða, var sakfelldur fyrir að ráðast á hinn látna. Fyrir vikið dæmdi Héraðsdómur Suðurlands hann tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 21.7.2025 22:56
Árekstur á Rangárvallarvegi Tveggja bíla árekstur varð á þjóðveginum, nánar tiltekið á Rangárvallarvegi. 21.7.2025 21:42
Hvalreki í Vogum Hval rak á land við Voga á Vatnsleysuströnd síðdegis í dag. Að sögn Guðrúnar Óskar Barðadóttur er hvalurinn rétt fyrir neðan byggð. 21.7.2025 21:36
Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. 21.7.2025 21:02
Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. 21.7.2025 20:06
Cosby Show-stjarna látin Bandaríski leikarinn Malcolm-Jamal Warner er látinn 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að leika í The Cosby Show. 21.7.2025 18:19
Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast, og að forsætisráðherra gangi á bak orða sinna um Evrópusambandsmál fyrir kosningar. Utanríkismálanefnd kom saman í dag í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í vikunni. 21.7.2025 18:17
Búast við tveggja milljarða tapi Flugfélagið Play hefur sent frá sér afkomuviðvörun fyrir annan ársfjórðung þessa árs. 21.7.2025 18:02
Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í hverfi 105 í Reykjavík í dag. Þar eru tveir sagðir hafa ógnað öðrum með eggvopni. 21.7.2025 17:25
Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi á heimili hans. Meint nauðgun er sögð hafa átt sér stað í febrúar í fyrra. 20.7.2025 14:01