Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Metsölulisti bóka­út­gef­enda sé „ómarktækur“

Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn segir metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda ómarktækan fyrir árið 2024 ómarktækan í ljósi þess að hann inniheldur ekki sölu úr sextán verslunum Pennans/Eymundsson. Framkvæmdastjóri FÍBÚT segir Pennann hafa hafna þátttöku á listanum.

Peter úr Peter, Paul and Mary látinn

Peter Yarrow, meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést á heimili sínu í Manhattan í New York borg í gær, 86 ára að aldri. Banamein hans var blöðrukrabbamein, en hann hafði glímt við það í fjögur ár.

Krefjast upp­töku á ara­grúa gullmuna í fíkniefnamáli tví­bura

Tvíburabræður á þrítugsaldri, ásamt einum manni á þrítugsaldri til viðbótar, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru grunaðir um að hafa geymt mikið magn af MDMA, sem var ætlað til söludreifingar, í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á ýmsum gullmunum.

Úti­lokar ekki að beita her­valdi til að ná Græn­landi

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna.

Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir á­tján árum

Tímamótafréttir bárust af sviði stjórnmálanna í gær. Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann væri að kveðja pólitíkina þar sem hann hefur verið í aðalhlutverki um langa hríð. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003 og hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2009. Þangað til í nýliðnum desember hafði Bjarni, í forystu Sjálfstæðisflokksins, setið í ríkisstjórn með mörgum mismunandi flokkum í hinum ýmsum ráðherraembættum.

Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva í eldi sem kviknaði í ruslagámi við Klambratún í Reykjavík. Útkall barst um níuleytið í kvöld.

Bjarni far­sæll en hefur alltaf átt sér ó­vildar­menn

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að Bjarni Benediktsson muni fá góða dóma í sögubókunum. Hann tilkynnti í dag að hann hygðist ekki taka sæti á þingi né gefa kost á sér í áframhaldandi setu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún telur að Bjarni hafi sjálfur viljað halda áfram, en ákveðið að gera það ekki eftir samtöl við flokksmenn og fjölskyldumeðlimi.

Strætómiðinn dýrari

Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur.

Sjá meira