Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. 9.1.2025 23:56
Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. 9.1.2025 23:07
Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. 9.1.2025 21:09
Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Kona sem var á síðasta ári ákærð fyrir fjárdrátt í opinberu starfi þegar hún var skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn er grunuð um að hafa notað peninginn til einkanota, aðallega í greiðslur sem fóru inn á veðmálasíður. 9.1.2025 19:01
Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Systir stofnanda og forstjóra OpenAI hefur höfðað mál á hendur honum vegna meints kynferðisofbeldis sem hún segir að hafi átt sér stað frá 1997 til 2006. 8.1.2025 22:53
Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. 8.1.2025 21:30
Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri, Pétur Atla Árnason, í fimm ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir tilraun til manndráps og hótanir. Um tvö aðskilin mál er að ræða, en hnífur kom við sögu í báðum þeirra. 8.1.2025 19:08
Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn segir metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda ómarktækan fyrir árið 2024 ómarktækan í ljósi þess að hann inniheldur ekki sölu úr sextán verslunum Pennans/Eymundsson. Framkvæmdastjóri FÍBÚT segir Pennann hafa hafna þátttöku á listanum. 8.1.2025 17:11
Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Peter Yarrow, meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést á heimili sínu í Manhattan í New York borg í gær, 86 ára að aldri. Banamein hans var blöðrukrabbamein, en hann hafði glímt við það í fjögur ár. 7.1.2025 23:29
Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Tvíburabræður á þrítugsaldri, ásamt einum manni á þrítugsaldri til viðbótar, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru grunaðir um að hafa geymt mikið magn af MDMA, sem var ætlað til söludreifingar, í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á ýmsum gullmunum. 7.1.2025 21:16