Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7.1.2025 20:34
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7.1.2025 18:19
Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Tímamótafréttir bárust af sviði stjórnmálanna í gær. Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann væri að kveðja pólitíkina þar sem hann hefur verið í aðalhlutverki um langa hríð. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003 og hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2009. Þangað til í nýliðnum desember hafði Bjarni, í forystu Sjálfstæðisflokksins, setið í ríkisstjórn með mörgum mismunandi flokkum í hinum ýmsum ráðherraembættum. 7.1.2025 07:31
Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva í eldi sem kviknaði í ruslagámi við Klambratún í Reykjavík. Útkall barst um níuleytið í kvöld. 6.1.2025 21:19
Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að Bjarni Benediktsson muni fá góða dóma í sögubókunum. Hann tilkynnti í dag að hann hygðist ekki taka sæti á þingi né gefa kost á sér í áframhaldandi setu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún telur að Bjarni hafi sjálfur viljað halda áfram, en ákveðið að gera það ekki eftir samtöl við flokksmenn og fjölskyldumeðlimi. 6.1.2025 19:48
Strætómiðinn dýrari Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur. 3.1.2025 14:49
Bílvelta á Suðurlandi Enginn slasaðist í bílveltu við Suðurlandsveg, á milli Selfoss og Hellu í dag. 3.1.2025 14:07
Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Ólafsfjarðarmálið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti. Í málinu var Steinþór Einarsson, karlmaður á fertugsaldri, ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans. 3.1.2025 12:46
Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Tólf sóttu um embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni, sextán sóttu um starf öryggisstjóra hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og fjórir sóttu um embætti deildarstjóra á Litla-Hrauni. 3.1.2025 10:50
Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Smábarn hljóp næstum því fram af kletti við virkt eldgos á Hawaii. Í kjölfarið hafa yfirvöld gefið út sérstaka viðvörun til ferðamanna á svæðinu. 29.12.2024 15:22