Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14.10.2025 15:39
Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. 14.10.2025 14:19
Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Hlutfall þeirra sem segja að alls ekki ætti að leita að olíu í íslenskri lögsögu hefur aldrei mælst lægra frá því að byrjað var að kanna það fyrir rúmum áratug. Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun er jákvæður gagnvart olíuleit við Ísland. 14.10.2025 08:57
Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hafnaði kæru starfsmanns Vestmannaeyjabæjar á hendur blaðamanni DV vegna umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans í bænum til þess að rannsaka mál starfsmannsins vegna fjölskyldutengsla. 13.10.2025 15:56
Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga vill að innviðaráðherra endurskoði ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum í frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum þar sem þau gefi fámennum hópi íbúa í einu sveitarfélagi vald til þess að skuldbinda annað sveitarfélag til sameiningarviðræðna. Ekki sé heldur einhugur um ákvæði frumvarpsins um sameiningu sveitarfélaga. 13.10.2025 14:07
Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á tengslum nýsköpunar og hagvaxtar. Þeir hafi sýnt fram á hvernig ný tækni geti drifið áfram sjálfbæran vöxt. 13.10.2025 10:13
Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Finnskir þingmenn verða í fyrsta skipti látnir æfa að nota neyðarskýli í kjallara þinghússins í Helsinki í vetur. Aukin áhersla hefur verið lögð á ýmis konar neyðarviðbúnað á Norðulöndum undanfarin misseri, ekki síst vegna vaxandi fjölþáttaógnar frá Rússlandi. 13.10.2025 09:13
Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Þeir tuttugu gíslar sem voru enn lifandi í haldi Hamas-samtakanna var sleppt og þeir afhentir Rauða krossinum í morgun. Þetta staðfestir Ísraelsher. Gert er ráð fyrir að líkum 28 gísla til viðbótar verði skilað síðar í dag. 13.10.2025 06:30
Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Karlmannsnafnið Múhameð er á meðal fjögurra eiginnafna sem mannanafnanefnd samþykkti í vikunni. Kvenmannsnöfnin Latýna og Khanom hlutu hins vegar ekki náð fyrir augum nefndarinnar. 10.10.2025 15:49
Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10.10.2025 14:21