Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Sambúðarfólk sem var ákært fyrir ólöglegan innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum var sýknað á þeim forsendum að það hefði verið í góðri trú um það mætti flytja lyfin inn. Upplýsingar á vefsíðu Lyfjastofnunar um lyfin eru sögð hafa verið röng. 29.12.2025 12:45
Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Eigið fé Vinstri grænna nam um fimmtíu milljónum króna við lok síðasta árs þrátt fyrir taprekstur á kosningaári. Flokkurinn varði rúmum 26,6 milljónum króna í kosningabaráttu sem skilaði honum engu. 29.12.2025 09:41
Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Forsvarsmenn Sósíalistaflokksins hafa ausið ríki með gerræðislegt stjórnarfar eins og Kína, Norður-Kóreu og Rússland lofi á undanförnum misserum. Formaðurinn segir það bull að Ísland sé hluti af lýðræðisríkjum í heiminum og að „sjúkir“ fjölmiðlar ljúgi upp á óvini Bandaríkjastjórnar. 29.12.2025 08:00
Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda. 23.12.2025 15:14
Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Vestmannaeyjabær þarf að bjóða út byggingu og rekstur heilsuræktarstöðvar aftur þar sem hann stóð ekki rétt að því þegar World Class hreppti hnossið fyrr á þessu ári. Þá er bærinn bótaskyldur gagnvart hópi sem sóttist eftir verkefninu. 23.12.2025 11:49
Flogin frá Icelandair til Nova Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur ráðið Guðnýju Höllu Hauksdóttur framkvæmdastjóra markaðssóknar og sölumála. Hún tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Guðný Halla starfaði áður hjá Icelandair. 23.12.2025 09:40
Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Fréttaritari fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna telur að pólitík hafi ráðið för þegar ritstjóri CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frestaði sýningu á umfjöllun um umdeildar brottvísanir Trump-stjórnarinnar á fólki til El Salvadors. 22.12.2025 15:52
Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi. 22.12.2025 10:18
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Bandaríski varaforsetinn sagði gestum á ráðstefnu ungra íhaldsmanna um helgina að hvítt fólk þyrfti ekki lengur að skammast sín fyrir kynþátt sinn á sama tíma og hann neitaði að fordæma rasista innan hreyfingarinnar. 22.12.2025 09:30
Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hefur fellt Zuism úr trúfélagaskrá. Forráðamenn félagsins hlutu fangelsisdóma fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við félagið fyrr á þessu ári. 18.12.2025 15:50