Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hylmdu yfir með „Steikar­hnífnum“ í Írska lýðveldis­hernum

Breska leyniþjónustan hélt hlífiskildi yfir flugumanni sínum innan Írska lýðveldishersins þrátt fyrir að hann væri eftirlýstur fyrir morð. Hún hélt áfram að þagga mál útsendarar sem hafði dulnefnið „Steikarhnífurinn“ niður löngu eftir að mesta ófriðnum á Norður-Írlandi lauk.

Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku matar­æði

Fimm mánaða gamalt barn í Arizona í Bandaríkjunum er látið og þrjú eldri systkini þess þjást af næringarskorti vegna þess að foreldrar þeirra settu þau á svokallað basískt mataræði. Foreldrarnir höfðu orðið fyrir áhrifum af upplýsingafalsi um heilsu, bóluefni og lyf.

Efna­hags­ráðherra Kúbu í líf­stíðar­fangelsi fyrir ó­ljósar sakir

Hæstiréttur Kúbu tilkynnti í gær að fyrrverandi efnahagsráðherra landsins og einn nánasti samstarfsmaður forsetans hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir og spillingu. Hvorki var upplýst um hvað hann hefði sér nákvæmlega til saka unnið né fyrir hvern hann ætti að hafa njósnað.

Lit­háar lýsa yfir neyðar­á­standi vegna belgja frá Belarús

Stjórnvöld í Litháen lýstu yfir neyðarástandi í dag vegna öryggisógnar sem þau telja stafa af veðurbelgjum sem svífa yfir landamærin frá Belarús, bandalagsríki Rússlands. Ítrekað hefur þurft að loka flugvellinum í Vilníus vegna belgjanna. 

Skólp og klór frá Hvera­gerði gerir Ölfusingum lífið leitt

Íbúar í Ölfusi eru langþreyttir á mengun í Varmá sem kemur frá nágrönnum þeirra í Hveragerði. Skólplykt leggur yfir íbúðahverfi í Ölfusi og fiskar hafa drepist í ánni vegna klórs frá sundlauginni í Laugaskarði. Bæjaryfirvöld tilkynntu ekki um klórslys sem varð í vor fyrr en daginn eftir að það átti sér stað.

Telja Evrópu traðka niður and­óf gegn Úkraínustríðinu

Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar.

ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða

Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum.

Ó­þekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Ír­land

Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar.

Sjá meira