Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. 28.5.2025 15:00
Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Þjóðverjar ætla að hjálpa Úkraínumönnum að smíða langdrægar skotflaugar til þess að verjast árásum Rússa. Þetta sagði Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, þegar Volodýmýr Selenskíj Úkraínuforseti sótti hann heim í Berlín í dag. 28.5.2025 13:49
Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. 28.5.2025 10:37
Verðbólga lækkar um 0,4 stig Verðbólguaukning í síðasta mánuði gekk til baka í maí samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Verðbólga mælist nú 3,8 prósent og hefur ekki verið lægri í fjögur og hálft ár. 28.5.2025 09:26
Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Evrópusambandið er á góðri leið með að ná markmiði sínu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir 2030 miðað við þær uppfærðu áætlanir sem aðildarríkin hafa lagt fram. Markmið um 90 prósent samdrátt fyrir 2040 er sagt verða sveigjanlegt til þess að auðvelda ríkjum að ná því. 28.5.2025 09:06
Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Meirihluti fjárlaganefndar norska þingsins hafnar því að skipa olíusjóði landsins að sniðganga fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu á hernumdu svæðunum í Palestínu. Aðeins megi sniðganga fyrirtæki sem tengja megi beint við brot á alþjóðalögum. 27.5.2025 15:27
Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Finnska rannsóknarlögreglan rannsakar nú mannskætt þyrluslys sem varð fyrr í þessum mánuði sem manndráp af gáleysi. Fimm mannst fórust þegar tvær þyrlur rákust saman. 27.5.2025 11:22
Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum þriggja mótmælenda sem hlutu dóma fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu árið 2019 í Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómstóllinn taldi ríkið ekki hafa brotið gegn samkomufrelsi mótmælendanna. 27.5.2025 10:01
Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Meira en sextíu prósent svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar töldu sig hafa orðið vör við að falsfréttum væri beitt til að hafa áhrif á niðurstöður alþingiskosninganna í fyrra. Aðeins rétt rúmur helmingur sagðist treysta fjölmiðlum. 27.5.2025 09:09
Volvo segir upp þrjú þúsund manns Efnahagsleg óvissa og spenna í heimsviðskiptum er sögð ástæða þess að bílaframleiðandinn Volvo ákvað að segja upp um þrjú þúsund starfsmönnum í sparnaðarskyni í dag. Að minnsta kosti 1.200 störf tapast í Svíþjóð. 26.5.2025 15:41