Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. 21.2.2025 14:04
Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Árleg rýrnun jökla á jörðinni utan stóru ísbreiðanna var mun hraðari síðustu tíu árin en hún var á fyrsta áratug þessarar aldar samkvæmt umfangsmikilli rannsókn. Íslenskir jöklar rýrnar örar en flestir aðrir þrátt fyrir að rýrnunin sé hægari nú en í byrjun aldar. 21.2.2025 11:47
Búrfellslundur verður Vaðölduver Landsvirkjun hefur ákveðið að gefa fyrsta vindorkuveri landsins sem nú er að rísa heitið Vaðölduver. Hingað til hefur það gengið undir vinnuheitinu Búrfellslundur en þar eiga að rísa 28 vindmyllur á næstu tveimur árum. 21.2.2025 08:35
Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verjandi annars tveggja bræðra sem hlutu dóm fyrir fjársvik sem tengdust trúfélaginu Zuism hélt því fram að þeir hefðu ekki fengið réttláta og sanngjarna málsmeðferð þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti. Saksóknari sagði ekkert hægt að byggja á skýrslum frá bræðrunum sem þeir telja að hafi verið litið fram hjá þegar þeir voru sakfelldir. 21.2.2025 06:47
Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss og Carbfix skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að reist verði svonefnd Coda Terminal-stöð í sveitarfélaginu. Vinna við leyfisferla og samráð við íbúa og hagaðila á að hefjast á næstu mánuðum. 20.2.2025 15:10
Stórskemmdi grasflötina við Höfða Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð. 20.2.2025 13:19
Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Landsréttur hefur veitt Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðingi sem var dæmdur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, leyfi til að áfrýja dómnum. Steinu var ekki gerð refsing fyrir manndráp af gáleysi. 17.2.2025 15:29
Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Læknar Frans páfa segja að ástand hans sé „flókið“ vegna sýkingar af völdum fjölda baktería í öndunarvegi og að þeir hafi breytt meðferð hans vegna hennar. Páfinn var upphaflega lagður inn á sjúkrahús vegna berkjubólgu á föstudag. 17.2.2025 14:35
Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Hafrannsóknastofnun telur fyrirhugaða tilraun með basa í Hvalfirði til þess að hafa áhrif á kolefnisupptöku sjávar geta skapað verðmæta þekkingu og áhrif hennar á umhverfi og vistkerfi verði takmörkuð. Hvalveiðifyrirtæki í firðinum leggst alfarið gegn tilrauninni. 17.2.2025 12:42
Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Argentínu hóta því að kæra Javier Milei, forseta, fyrir embættisglöp eftir að hann auglýsti rafmynt á samfélagsmiðli. Rafmyntin hrundi í verði skömmu síðar. 17.2.2025 08:54