Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heima­völlur Aftur­eldingar kenndur við raf­mynta­fyrir­tæki

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að heimavöllur handboltaliðs Aftureldingar yrði merktur með nafninu Myntkaupshöllin næstu þrjú árin. Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs bæjarins taldi samstarfið styrkja ímynd handknattleiksdeildarinnar.

Rússar á­frýja niður­stöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar

Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi.

Kourani sótti um náðun af heil­brigðis­á­stæðum

Sjálfstæð náðunarnefnd hefur umsókn frá Mohamad Th. Jóhannessyni, áður Kourani, um náðun af heilbrigðisástæðum til meðferðar. Aðeins ár er liðið frá því að hann hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot.

Innan við helmingur segist trúaður

Fjórir af hverjum tíu segjast nú lýsa sjálfum sér sem trúuðum en hlutfallið var yfir helmingur fyrir rúmum áratug. Trúrækni yngra fólks hefur þó lítið breyst á tímabilinu.

Segir Kenne­dy hafa rekið sig fyrir að standa við vísinda­leg heilindi

Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu.

Sjá meira