Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. 4.7.2025 09:01
Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hafi áhrif á afstöðu hans til veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi þingflokksformaður flokks hans tekur undir gagnrýni á hæfi hans til að fjalla um málið. 4.7.2025 06:31
Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Nafn dansks samsæriskenningasinna um kórónuveirufaraldurinn kemur fyrir í skjölum rússnesks sjóðs sem fjármagnar upplýsingahernað stjórnvalda í Kreml gegn Evrópu. Maðurinn hefur meðal annars boðið sig fram fyrir öfgahægriflokk og hlotið dóm fyrir að hóta ráðherra. 3.7.2025 09:54
Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni. 2.7.2025 16:01
Boðar arftaka Dalai Lama Dalai Lama, trúarlegur leiðtogi Tíbeta, tilkynnti í dag að eftirmaður hans yrði fundinn að honum gengnum. Hann hafði áður gefið til kynna að mögulega yrði hann síðasti maðurinn til þess að gegna hlutverkinu. 2.7.2025 14:02
„Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2.7.2025 11:46
Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin. 2.7.2025 10:36
Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Nýskráning rafbíla jókst á fyrri helmingi þessa árs eftir mikinn samdrátt vegna niðurfellingar ívilnana í fyrra. Hlutdeild þeirra í nýskráningum er engu að síður ennþá minni en hún var þegar hún var mest árið 2023. 1.7.2025 13:38
Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Breskur karlmaður á tíræðisaldri var í gær sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og drepið konu árið 1967. Talið er að þetta sé elsta óleysta manndrápsmálið sem hefur nokkru sinni verið leitt til lykta á Bretlandi. 1.7.2025 12:12
Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum. 1.7.2025 11:42