Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Aðalmeðferð yfir karlmanni sem er ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu og áreita unglingsson hennar og vinkonu sem eru einnig andlega fötluð hófst í gær. Réttarhöldin eru lokuð en maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. 12.12.2024 10:17
Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu eigenda jarðar í nágrenni álversins í Straumsvík um að breytingar á starfsleyfi þess yrðu felldar úr gildi. Starfsleyfið heimilaði álverinu að auka framleiðslu sína um allt að átján þúsund tonn. 12.12.2024 09:19
Telja sólarorku ekki vera auðlind Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum. 11.12.2024 14:00
Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið. 11.12.2024 13:23
Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Langtímaspár benda til þess að veðurfyrirbrigðið La niña gæti myndast í Kyrrahafi á næstu þremur mánuðum. Fyrirbrigðið er tengt kólnun en talið er að það verði veikt og skammlíft að þessu sinni. 11.12.2024 11:50
Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess. 11.12.2024 08:55
Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Luis Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, er nú undir eftirliti lækna á gjörgæslu eftir að hann gekkst undir aðgerð á heila í São Paulo í gær. Forsetanum er sagt heilsast vel og aðgerðin hafa gengið vel. 10.12.2024 09:49
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10.12.2024 08:52
Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Lögmaður Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans, sakar norska ríkið um að brjóta á mannréttindum hans í fangelsinu þar sem hann dvelur. Verði stjórnvöld ekki við kröfum hans um úrbætur gæti hann skotið málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. 9.12.2024 15:52
Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9.12.2024 14:50