Innlent

Á þriðja tug á bráða­mót­töku vegna hálku­slysa

Kjartan Kjartansson skrifar
Ísing er víða á göngustígum og götum á höfuðborgarsvæðinu eins og á þessum stíg við Miklubraut í Reykjavík í morgun.
Ísing er víða á göngustígum og götum á höfuðborgarsvæðinu eins og á þessum stíg við Miklubraut í Reykjavík í morgun. Hjálmar Gíslason

Fyrirséð er að mikið verði að gera á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og bið gæti myndast, að sögn upplýsingafulltrúa spítalans. Á þriðja tug manna höfðu leitað á móttökuna vegna slíkra slysa í morgun.

Skaðræðishálka er á höfuðborgarsvæðinu og unnu bæði borgarstarfsmenn og starfsmenn Vegagerðarinnar að því að salta í morgun.

Tuttugu og sex manns höfðu leitað á bráðamóttökuna í morgun, ýmist vegna beinbrota eða höfuðáverka, að sögn Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans.

„Það er fyrirséð að það verði mikið að gera á bráðamóttökunni í dag og það gæti myndast bið,“ segir hann.

Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum tölum um fjölda slasaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×