Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Rússar gætu verið tilbúnir að hefja stórstríð á meginlandi Evrópu á næstu fimm árum telji þeir Atlantshafsbandalagið veiklað eða sundrað, að mati dönsku leyniþjónustunnar. Bandaríkjastjórn hefur sagt að varnir Evrópu séu henni ekki efst í huga. 13.2.2025 09:12
Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Sjúkrahús í Ástralíu fer nú yfir sjúkraskrár eftir að hjúkrunarfræðingur þar hélt því fram að hann dræpi Ísraela frekar en að líkna þeim. Engin vísbendingar eru um að sjúklingar hafi verið skaðaðir en málið er sagt endurspegla vaxandi gyðingaandúð í landinu. 12.2.2025 15:50
Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Embætti saksóknara Evrópusambandsins rannsakar tugi mála þar sem grískir ríkisborgarar þáðu landbúnaðarstyrki frá sambandinu vegna beitilands sem þeir hvorki, áttu, leigðu né stunduðu landbúnað á. Svindlið er sagt eitt það stærsta sinnar tegundar og gæti teygt anga sinna til grískra yfirvalda. 12.2.2025 09:25
Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Jóhann Geir Harðarson hefur verið ráðinn forstjóri bifreiðaskoðanafyrirtækisins Frumherja. Hann tekur við starfinu af Orra Hlöðverssyni sem hefur stýrt fyrirtækinu frá 2006. 11.2.2025 15:40
Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu Skipan í embætti landlæknis er eitt átta mála á borði heilbrigðisráðuneytisins sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður staðgengill Ölmu Möller sem heilbrigðisráðherra. Alma víkur sæti í hinum málunum þar sem hún tók þátt í meðferð þeirra á fyrri stigum. 11.2.2025 14:50
Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11.2.2025 14:04
Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Hjúkrunarfræðingur á sjötugsaldri sem var sakfelldur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans af gáleysi hefur óskað eftir leyfi til þess að áfrýja dómnum til Landsréttar. Konunni var ekki gerð refsing fyrir brotið. 11.2.2025 11:37
Kennari stakk átta ára stúlku til bana Suðurkóreska þjóðin er sögð í áfalli eftir að kennari stakk átta ára gamla stúlku til bana í grunnskóla í gær. Starfandi forseti landsins hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. 11.2.2025 09:11
Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Fyrrverandi skólastjóri grunnskólans á Þórshöfn hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir umboðssvik í opinberu starfi í síðustu viku. Dómstóll féllst ekki á að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á allir þeirri upphæð sem saksóknari ákærði hana fyrir. 10.2.2025 15:31
Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Umfangsmikil vinna við innra eftirlit Sjúkratrygginga Íslands stendur yfir í kjölfar þess að verkefnastjóri þeirra var ákærður fyrir að svíkja á annað hundrað milljóna króna út úr stofnuninni. Tryggja á að slíkt geti ekki endurtekið sig. 10.2.2025 13:39