Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni. 10.1.2025 07:02
Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfuss og flutningafyrirtækið Cargow Thorship hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um áætlunarsiglingar flutningaskipa til Þorlákshafnar sem eiga að hefjast síðar á þessu ári. Samkomulagið felur einnig í sér fyrirheit um uppbyggingu hafnaraðstöðu bæjarins. 9.1.2025 12:08
Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9.1.2025 10:32
Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum. 9.1.2025 09:40
Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Loftslagsráðherra hefur ákveðið að halda áfram að nýta heimild sem Ísland hefur til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar til þess að mæta skuldbindingum ríkisins gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar fyrir fyrra tímabil samningsins. 9.1.2025 08:31
Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Tundurdufli sem togari kom með til Akureyrar í gær var grandað í Eyjafirði í hádeginu. Kafarar köfuðu að tundurduflinu til þess að undirbúa eyðingu þess í morgun. 8.1.2025 15:25
Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Stofnvísitala þorsks reyndist svipuð og undanfarin ár í stofnmælingu Hafrannsóknastofnunar í haust. Hún er yfir meðaltali síðustu tæpu þrjátíu ára. Ýsustofninn stækkar hratt. 8.1.2025 15:04
ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Almenni dómstóll Evrópusambandsins sektaði framkvæmdastjórn sambandsins í fyrsta skipti fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög. Framkvæmdastjórnin þarf að greiða þýskum manni 400 evrur fyrir að senda persónuupplýsingar hans til Facebook. 8.1.2025 14:34
Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Veitingastaðurinn Flame þarf að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum sínum þrjár og hálfa milljón króna í vangoldin laun samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness. Greiðslurnar koma til viðbótar við meira en tíu milljónir sem staðurinn hafði áður greitt starfsmönnunum eftir afskipti stéttarfélags. 8.1.2025 13:40
Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er á leið til Akureyrar vegna tundurdufls sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Bryggjusvæðið var rýmt og vinnslu í fiskvinnsluhúsi hætt. 7.1.2025 14:24
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent