Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tónlistargoðsögnin Vangelis látin

Gríska tónskáldið og tónlistarmaðurinn Vangelis er látinn, 79 ára að aldri. Vangelis hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina „Eldvagnana“ (e. Chariots of Fire) en hljóðheimur hans setti einnig sterkan svip á vísindaskáldsöguna Blade Runner.

Hagnaður Landsvirkjunar tæpir fimmtán milljarðar

Landsvirkjun hagnaðist um 14,7 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins og tæplega fjórfaldaðist á milli ára. Meðalverð til stórnotenda rafmagns hefur aldrei verið hærra á einum ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins.

Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð

Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess.

Shkreli látinn laus úr fangelsi

Bandarísk yfirvöld slepptu Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis, úr fangelsi eftir að hann hafði afplánað hluta sjö ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2017. Shkreli hefur meðal annars verið nefndur „hataðasti maður internetsins“ vegna gríðarlegrar verðhækkunar á alnæmislyfi.

Ætla að láta Musk standa við gerðan samning

Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum.

Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili.

Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri

Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina.

Handtóku þingmann sem er grunaður um nauðgun

Breskan lögreglan handtók þingmann Íhaldsflokksins sem er grunaður um nauðgun og kynferðisofbeldi á fyrsta áratug þessarar aldar. Þingmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur.

Tíu ára stúlka féll útbyrðis úr kajak á Hafravatni

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld vegna tíu ára gamallar stúlku sem féll úr kajak í Hafravatn. Fólki á staðnum tókst að komast að stúlkunni á bátum og koma henni á þurrt land.

Sjá meira