Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Lögreglumenn báru hóp loftslagsmótmælenda, þar á meðal Gretu Thunberg, út úr norska seðlabankanum í morgun. Hópurinn hefur mótmælt á ýmsum stöðum í vikunni, þar á meðal við stærstu olíuhreinsistöð Noregs. 22.8.2025 08:44
Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir. 21.8.2025 11:55
Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Einkahlutafélagið Þórsmörk sem á meðal annars útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði um 340 milljónum króna í fyrra. Hlutafé var aukið um rúmar 266 milljónir í fyrra og heimild var nýlega veitt til að auka það um allt að 600 milljónir króna. 21.8.2025 10:28
Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Áður óþekkt tungl fannst á braut um reikistjörnuna Úranus með James Webb-geimsjónaukanum, öflugasta sjónauka í heimi. Tunglið er eitt nokkurra smárra fylginhatta sem ganga um reikistjörnuna fyrir innan braut stærstu tunglanna. 20.8.2025 13:45
Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Frambjóðandi líklegs næsta stjórnarflokks Tékklands var tekinn af framboðslistum hans eftir fréttir um að hann hefði rætt um að ráða hund kærustu fyrrverandi eiginmanns hans af dögum. Fréttirnar hafa vakið sérstaka hneykslun þar sem hundahald er óvíða meira en í Tékklandi. 20.8.2025 11:52
Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti í eldi sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar útlit var fyrir að eldurinn væri meiri en hann reyndist svo vera. 20.8.2025 09:01
Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Þingmaður Jafnaðarmannaflokksins lést í finnska þinghúsinu í Helsinki í dag. Finnskir fjölmiðlar segja að þingmaðurinn hafi svipt sig lífi. Forsætisráðherrann segir fréttirnar sláandi. 19.8.2025 13:24
Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Rúmri milljón króna munar á tekjum Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og næsta manns á tekjulista forseta, þingmanna og ráðherra í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er tekjuhæstur þingmanna. 19.8.2025 13:01
Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna. 19.8.2025 11:11
Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Noregs og leiðtogi Framfaraflokksins vill vísa Gretu Thunberg, sænska aðgerðasinnanum, úr landi vegna þess að hún tók þátt í mótmælum við norska olíuhreinsistöð. Forsætisráðherrann hafnar því. 19.8.2025 09:00