Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Svið rússneska utanríkisráðuneytisins sem fer með samskipti við Evrópusambandið og NATO verður ekki lengur kennt við Evrópusamstarf heldur „Evrópuvandamál“. Talskona ráðuneytisins segir nafnbreytinguna endurspegla breytingar í stöðu alþjóðamála. 4.11.2024 11:07
Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Maia Sandu, forseti Moldóvu, náði endurkjöri í seinni umferð forsetakosninga sem fóru fram í skugga ásakana um stórfelld afskipti stjórnvalda í Kreml. Hún lýsir úrslitunum sem sigri landið. 4.11.2024 10:23
Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu Í hátt í fimmtíu manna sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnu í Aserbaídsjan verður enginn kjörinn fulltrúi, hvorki ráðherra, þingmaður né sveitarstjórnarmaður. Ráðstefnunni lýkur átta dögum fyrir alþingiskosningar. 4.11.2024 09:17
Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4.11.2024 08:33
Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Átta manns eru látnir eftir að steypuskyggni á járnbrautarstöð í næststærstu borg Serbíu í dag. Tveir til viðbótar eru slasaðir, þar á meðal karlmaður sem þurfti að aflima, og fleiri voru fastir undir brakinu. 1.11.2024 15:56
Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa Íslendingum að koma til Kína án vegabréfsáritunar út næsta ár. Undanþágan tekur gildi í næstu viku. 1.11.2024 14:45
Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Meirihlutinn í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar ætlar að leggja til að fallið verði frá tillögu um að fækka áramótabrennum. Ástæðan er sögð mikil hvatning frá íbúum og íbúaráðum. 1.11.2024 12:17
Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Rannsóknafyrirtæki sem gerði útgönguspá fyrir þingkosningarnar í Georgíu um síðustu helgi segir opinber úrslit sem voru gefin út „tölfræðilega ómöguleg“. Stjórnarandstaðan hvetur til frekari mótmæla gegn kosningaúrslitanna. 1.11.2024 12:02
Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur ráðið Tomasz Jan Horyn sem forstjóra fyrirtækisins. Horyn, sem var áður rekstrarstjóri verksmiðjunnar, tekur við af Gesti Péturssyni sem lætur af störfum um áramótin til þess að stýra nýrri Umhverfis- og orkustofnun. 1.11.2024 10:50
Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1.11.2024 09:12