Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Le Pen látinn

Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, er látinn, 96 ára að aldri. Hann bauð sig fram fimm sinnum til forseta en dóttir hans, Marine Le Pen, fylgdi í fótspor hans.

Sex daga ólög­legu „megareifi“ loks lokið

Allir eldar brenna út um síðir, meira að segja sex daga ólöglega „megareifið“ sem hafði staðið samfleytt frá því á gamlársdag í Ciudad Real á Spáni. Um fimm þúsund manns sóttu reifið sem var haldið án nokkurra leyfa en lögregla vogaði sér ekki að leysa upp.

Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu

Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi.

Dagurinn eigi að snúast um á­kvörðun Bjarna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna.

Slitu kol­efnis­bindingar­fyrir­tækinu Running Tide

Hluthafar nýsköpunarfyrirtækisins Running Tide samþykktu að slíta félaginu í síðasta mánuði. Rannsóknartæki félagsins enduðu meðal annars hjá Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra.

Af­sögn Tru­deau sögð yfir­vofandi

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er sagður líklegur til þess að segja af sér í þessari viku. Frjálslyndi flokkur hans á undir högg að sækja í skoðanakönnunum og æ fleiri þingmenn flokksins hvetja Trudeau til þess að stíga til hliðar.

Eina sýkla­lyf sinnar tegundar tvö­faldast í verði

Sýklalyf sem er það eina sinnar tegundar á markaði hækkaði tvöfalt í verði á milli mánaða. Skortur á stærri pakkningu lyfsins hefur þýtt að sjúklingar hafa þurft að greiða yfir tólf þúsund krónur fyrir sýklalyfjaskammtinn, um fjórfalt meira en áður.

Sjá meira