Rúmlega sjötíu drepnir í árás Húta á herbúðir í Jemen Árásin er sögð hafa verið gerð með flugskeytum og drónum. Hútar hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð á henni. 19.1.2020 08:47
Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Demókratar og Hvíta húsið lögðu fram lögfræðiálit sín vegna kærunnar á hendur Donald Trump forseta í gær. 19.1.2020 07:52
Væta, hláka og leysingar í dag Appelsínugular og gular viðvaranir eru áfram í gildi á landinu fram eftir degi og kvöldi. 19.1.2020 07:28
Rannsaka Tesla-bíla sem taka af stað að sjálfsdáðum Kvartanir hafa borist um það í Bandaríkjunum að Tesla-bifreiðar hafi skyndilega gefið í og rekist á pálmatré, hús og kyrrstæðar bifreiðar. 18.1.2020 14:14
Ráðherra sem vitnaði í Göbbels sparkað úr ríkisstjórn Bolsonaro forseti Brasilíu sagði að staða menningarmálaráðherrans væri óverjandi vegna myndbands þar sem hann virtist vitna í orð áróðursmeistara Hitler undir tónlist uppáhaldstónskálds nasistaforingjans. 18.1.2020 13:31
Bresk stjórnvöld undirbúa Brexit-fögnuð Klukku verður varpað á Downingstræti 10 sem telur niður til útgöngunnar og breskir fánar og ljós eiga að prýða stjórnarhverfið í London þegar Bretar ganga loks úr Evrópusambandinu í lok mánaðar. 18.1.2020 12:02
Hættir að tala fyrir Apú í Simpson-fjölskyldunni Persóna Apú hefur verið gagnrýnd fyrir að byggjast á rasískri staðalmynd af Indverjum. 18.1.2020 11:20
Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18.1.2020 10:27
Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18.1.2020 10:05
Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18.1.2020 09:51