ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Almenni dómstóll Evrópusambandsins sektaði framkvæmdastjórn sambandsins í fyrsta skipti fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög. Framkvæmdastjórnin þarf að greiða þýskum manni 400 evrur fyrir að senda persónuupplýsingar hans til Facebook. 8.1.2025 14:34
Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Veitingastaðurinn Flame þarf að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum sínum þrjár og hálfa milljón króna í vangoldin laun samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness. Greiðslurnar koma til viðbótar við meira en tíu milljónir sem staðurinn hafði áður greitt starfsmönnunum eftir afskipti stéttarfélags. 8.1.2025 13:40
Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er á leið til Akureyrar vegna tundurdufls sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Bryggjusvæðið var rýmt og vinnslu í fiskvinnsluhúsi hætt. 7.1.2025 14:24
Le Pen látinn Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, er látinn, 96 ára að aldri. Hann bauð sig fram fimm sinnum til forseta en dóttir hans, Marine Le Pen, fylgdi í fótspor hans. 7.1.2025 12:28
Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Allir eldar brenna út um síðir, meira að segja sex daga ólöglega „megareifið“ sem hafði staðið samfleytt frá því á gamlársdag í Ciudad Real á Spáni. Um fimm þúsund manns sóttu reifið sem var haldið án nokkurra leyfa en lögregla vogaði sér ekki að leysa upp. 7.1.2025 12:15
Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Sumir notendur samfélagsmiðilsins Instagram hafa nýlega fengið upp óumbeðnar gervigreindarmyndir af sjálfum sér í tímalínu forritsins. Eigandi miðilsins fjarlægði gervigreindarnotendur af Facebook og Instagram eftir að þeir komust í sviðsljósið í síðustu viku. 7.1.2025 10:44
Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi. 7.1.2025 08:47
Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir að mörgum þingmönnum hafi verið brugðið þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem formaður og þingmaður í dag. Nokkur tár hafi fallið. 6.1.2025 15:23
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6.1.2025 14:40
Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Hluthafar nýsköpunarfyrirtækisins Running Tide samþykktu að slíta félaginu í síðasta mánuði. Rannsóknartæki félagsins enduðu meðal annars hjá Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra. 6.1.2025 11:43