Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Ríflega 150 milljóna króna styrkur sem Reykjavíkurborg fékk frá Evrópusambandinu verður nýttur til þess að bæta vatnsgæði í Vatnsmýrinni og Tjörninni. Hann er hluti af stærri styrk sem Umhverfisstofnun hlaut vegna innleiðingar vatnaáætlunar á Íslandi. 20.12.2024 09:23
Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Stjórnvöld í El Salvador segjast ætla að halda áfram að stækka varaforða sinna af rafmyntinni bitcoin og jafnvel spýta í þrátt fyrir lánasamning sem þau gerðu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Samningurinn fól í sér að þau ættu að draga úr áhættuskuldbindingum vegna bitcoin. 20.12.2024 09:08
Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Rannsóknasiðanefnd Danmerkur hefur kært ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og lækni vegna rannsóknar á ungum drengjum. Upp komst um ágalla á rannsókninni þegar þurfti að skrá hana í nýtt samevrópskt kerfi. 19.12.2024 15:33
Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Hakkið sem olli hópsýkingu tuga leikskólabarna á Mánagarði var blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu en bæði eldamennsku og geymslu á hakkinu var ábótavant. 19.12.2024 11:53
Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Allt stefnir nú í að árið sem er að líða verði það svalasta í Reykjavík í tæp þrjátíu ár. Veðurfræðingur segir hitafarið í ár bera mörg einkenni kalds tímabils sem stóð yfir í þrjátíu ár á síðustu öld. 19.12.2024 11:07
Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. 19.12.2024 09:42
Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39 prósent á milli mánaða í desember en verðbólga mæld á ársgrundvelli stendur í stað samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Reiknuð húsaleiga hækkaði um hálft prósent og flugfargjöld til útlanda um átta prósent á milli mánaða. 19.12.2024 09:10
Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. 19.12.2024 08:51
Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Nýlegar yfirlýsingar stjórnenda fyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra í fjölmiðlum um væntalegar verðhækkanir gætu talist brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið segist ætla að taka vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi til alvarlegrar athugunar. 18.12.2024 15:00
Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Ferðamálayfirvöld á Fídji segja að sjö erlendir ríkisborgarar sem veiktust eftir að þeir drukku hanastél á lúxushóteli hafi ekki orðið fyrir eitrun af völdum tréspíra eða ólöglegra lyfja. Málið olli fjaðrafoki í eyríkinu sem reiðir sig að miklu leyti á ferðaþjónustu. 18.12.2024 13:40