fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé

Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum.

Tveir Norðmenn fórust í snjóflóði á Jan Mayen

Tveir starfsmenn við norsku herstöðina á Jan Mayen, karl og kona, fórust í snjóflóði skammt frá stöðinni um tvöleytið í gær, laugardag. Einn maður komst lífs af úr flóðinu, lítið slasaður, og tókst honum að komast til baka og láta vita af slysinu.

Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina

Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju.

Áforma að ferja tvær Boeing 737 Max-þotur til Íslands í næstu viku

Icelandair er byrjað að undirbúa endurkomu Boeing 737 MAX-véla félagsins inn í flugreksturinn eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti kyrrsetningu vélanna síðastliðinn miðvikudag. Stefnt er að því að tveimur MAX-þotum verði flogið frá Spáni til Íslands í síðari hluta næstu viku.

Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“

Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar.

Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda

Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka.

Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi

Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri.

Malbika veginn að Urriðafossi

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu 1,2 kílómetra kafla Urriðafossvegar. Kaflinn nær frá gatnamótunum á hringveginum við Þjórsárbrú að bílaplani við Urriðafoss.

Sjá meira